Ráðgáta: Ég flysja epli María Elísabet Bragadóttir skrifar 27. apríl 2016 07:00 Að finna til smæðar sinnar getur aflétt álögum hversdagsins. Ég flysja epli sem er maukkennt, loðir við hnífsblað og klístrast í krikana milli fingra. Velti fyrir mér hvaða þýðingu það hefur að flysja epli. Amma flysjar öll epli. Henni finnst óbærilegt þegar ég skola epli en flysja ekki. Tilheyrir það liðnum tíma eða ömmu minni einvörðungu? Fyrir hálfu ári sat ég við eldhúsborðið hjá ömmu. Hún sagði mér frá því þegar hún sá fyrst appelsínur og banana, á meðan sauð hún marmelaði í potti. Ógrynni sykurs með ævintýralega freyðandi appelsínuberki. Hvað hefur gerst á þeim tæplega 80 árum síðan fimm ára gömul amma mín horfði í forundran á mömmu sína afhýða útlenskan banana? Heimsstyrjöld og barnsfæðingar, mörg þúsund sólarupprásir. Friðargöngur, Óskarsverðlaun, sjónvörp og hnífsstungur. Megrunarkúrar, vasadiskó, vatnsrúm, hrákökur og þoturákir milli skýjabólstra. Fólk er hætt að teppaleggja öll gólf, kaupir chia-fræ þar sem það áður keypti niðursoðnar perur. En unglingsstelpa byrjar enn á blæðingum, íhugar endimörk alheimsins, verður ástfangin, gerir tilraunir með samlokur og mannleg samskipti. Svo hvað hefur raunverulega gerst síðan amma var barn á Akureyri og sá banana í fyrsta sinn? Hvenær lýkur fortíð og framtíð hefst? Ég flysja epli. Horfi út um glugga á hversdagslegan himin. Oft líkur tvívíðri leikmynd. Grábláu veggfóðri. En stari ég vandlega finn ég til smæðar minnar. Fæ óljósa tilfinningu fyrir duldum óravíddum. Kemst nálægt því að sjá veruleikann sem ráðgátu. Og finn að það eru skil milli þess sem er og þess sem er ekki, en er bara ekki viss hvort þau eru raunveruleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun
Að finna til smæðar sinnar getur aflétt álögum hversdagsins. Ég flysja epli sem er maukkennt, loðir við hnífsblað og klístrast í krikana milli fingra. Velti fyrir mér hvaða þýðingu það hefur að flysja epli. Amma flysjar öll epli. Henni finnst óbærilegt þegar ég skola epli en flysja ekki. Tilheyrir það liðnum tíma eða ömmu minni einvörðungu? Fyrir hálfu ári sat ég við eldhúsborðið hjá ömmu. Hún sagði mér frá því þegar hún sá fyrst appelsínur og banana, á meðan sauð hún marmelaði í potti. Ógrynni sykurs með ævintýralega freyðandi appelsínuberki. Hvað hefur gerst á þeim tæplega 80 árum síðan fimm ára gömul amma mín horfði í forundran á mömmu sína afhýða útlenskan banana? Heimsstyrjöld og barnsfæðingar, mörg þúsund sólarupprásir. Friðargöngur, Óskarsverðlaun, sjónvörp og hnífsstungur. Megrunarkúrar, vasadiskó, vatnsrúm, hrákökur og þoturákir milli skýjabólstra. Fólk er hætt að teppaleggja öll gólf, kaupir chia-fræ þar sem það áður keypti niðursoðnar perur. En unglingsstelpa byrjar enn á blæðingum, íhugar endimörk alheimsins, verður ástfangin, gerir tilraunir með samlokur og mannleg samskipti. Svo hvað hefur raunverulega gerst síðan amma var barn á Akureyri og sá banana í fyrsta sinn? Hvenær lýkur fortíð og framtíð hefst? Ég flysja epli. Horfi út um glugga á hversdagslegan himin. Oft líkur tvívíðri leikmynd. Grábláu veggfóðri. En stari ég vandlega finn ég til smæðar minnar. Fæ óljósa tilfinningu fyrir duldum óravíddum. Kemst nálægt því að sjá veruleikann sem ráðgátu. Og finn að það eru skil milli þess sem er og þess sem er ekki, en er bara ekki viss hvort þau eru raunveruleg.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun