Kolbeinn sagður óvinsæll á meðal samherja sinna og að spara sig fyrir EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2016 12:32 Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt sjö dagana sæla í Nantes. vísir/afp Mikil óeining er innan herbúða franska 1. deildar liðsins Nantes sem íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með og samkvæmt nokkrum frönskum miðlum sem fjalla um málið er hann í miðju stormsins. Á vefsíðunni ouest-france.fr er sagt að sumir leikmenn Nantes neiti að spila framar ef Kolbeinn heldur áfram að vera í liðinu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og aðeins skorað þrjú mörk í 26 leikjum. Það er þó ekki frammistaða hans, samkvæmt frönsku miðlunum, sem er málið heldur er haldið fram á sama miðli að hann eitri út frá sér í búningsklefanum og sé óvinsæll. Franska dagblaðið 20 Minutes skrifar það sama og segir að búningsklefinn sé orðinn þreyttur á „dívunni Kolbeini Sigþórssyni“ eins og það er orðað í fréttinni. Annar franskur vefmiðill, maxifoot.fr, heldur því svo fram að Kolbeinn sé að spara sig fyrir Evrópumótið og leggi sig því ekki allan fram fyrir Nantes, ekki einu sinni á æfingum. Kolbeinn er ekki í leikmannahópi Nantes sem er að spila við Montpellier á heimavelli þegar þessi frétt er skrifuð. Á heimasíðu Nantes er sagt að Kolbeinn sé meiddur en ekki farið nánar út í meiðsli hans. Óeiningin nær út fyrir Kolbein því þjálfarinn Michel Der Zakarian er á útleið og mun taka við Rennes í sumar. Samband hans við forseta félagsins, Waldermar Kita, hefur alls ekki verið gott að undanförnu eftir að Nantes losnaði úr félagaskiptabanni. Þetta kemur fram á ouest-france.fr. Samkvæmt dagblaðinu 20 Minutes var Kolbeinn eitt af forgangsatriðum Kita á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar en haldið er fram að hann hafi ekki verið jafn ofarlega á óskalista þjálfarans. Nantes er búið að tapa þremur leikjum í röð og hefur Kolbeinn byrjað nánast hvern einasta leik að undanförnu. Hann skoraði síðast mark 23. janúar í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Mikil óeining er innan herbúða franska 1. deildar liðsins Nantes sem íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með og samkvæmt nokkrum frönskum miðlum sem fjalla um málið er hann í miðju stormsins. Á vefsíðunni ouest-france.fr er sagt að sumir leikmenn Nantes neiti að spila framar ef Kolbeinn heldur áfram að vera í liðinu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og aðeins skorað þrjú mörk í 26 leikjum. Það er þó ekki frammistaða hans, samkvæmt frönsku miðlunum, sem er málið heldur er haldið fram á sama miðli að hann eitri út frá sér í búningsklefanum og sé óvinsæll. Franska dagblaðið 20 Minutes skrifar það sama og segir að búningsklefinn sé orðinn þreyttur á „dívunni Kolbeini Sigþórssyni“ eins og það er orðað í fréttinni. Annar franskur vefmiðill, maxifoot.fr, heldur því svo fram að Kolbeinn sé að spara sig fyrir Evrópumótið og leggi sig því ekki allan fram fyrir Nantes, ekki einu sinni á æfingum. Kolbeinn er ekki í leikmannahópi Nantes sem er að spila við Montpellier á heimavelli þegar þessi frétt er skrifuð. Á heimasíðu Nantes er sagt að Kolbeinn sé meiddur en ekki farið nánar út í meiðsli hans. Óeiningin nær út fyrir Kolbein því þjálfarinn Michel Der Zakarian er á útleið og mun taka við Rennes í sumar. Samband hans við forseta félagsins, Waldermar Kita, hefur alls ekki verið gott að undanförnu eftir að Nantes losnaði úr félagaskiptabanni. Þetta kemur fram á ouest-france.fr. Samkvæmt dagblaðinu 20 Minutes var Kolbeinn eitt af forgangsatriðum Kita á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar en haldið er fram að hann hafi ekki verið jafn ofarlega á óskalista þjálfarans. Nantes er búið að tapa þremur leikjum í röð og hefur Kolbeinn byrjað nánast hvern einasta leik að undanförnu. Hann skoraði síðast mark 23. janúar í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira