Aukning bílasölu 36,9% í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 14:43 Bílasala hefst með krafti á fyrsta ársfjórðungi þó svo aukningin sé minni í mars en fyrstu tvo mánuði ársins. Aukning í nýskráningum fólksbíla í mars nam 36,9% samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.338 nýir fólksbílar í mars síðastliðnum á móti 977 á síðasta ári. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 31. mars hefur samtals aukist um 57,5% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 3.605 á móti 2.289 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 1.316 bíla. Því hefur hægt á aukningunni í mars miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Nýskráðir bílaleigubílar frá 1. janúar til 31. mars eru 1.488 stk. eða 41% af heildarnýskráningum. Sala á nýjum bílum er góð og hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki farið vel af stað með endurnýjun á bílum í ár. Einnig er mikil aukning í nýskráningum bílaleigubíla og hlutfall þeirra hátt í heildarskráningum. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent
Aukning í nýskráningum fólksbíla í mars nam 36,9% samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.338 nýir fólksbílar í mars síðastliðnum á móti 977 á síðasta ári. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 31. mars hefur samtals aukist um 57,5% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 3.605 á móti 2.289 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 1.316 bíla. Því hefur hægt á aukningunni í mars miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Nýskráðir bílaleigubílar frá 1. janúar til 31. mars eru 1.488 stk. eða 41% af heildarnýskráningum. Sala á nýjum bílum er góð og hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki farið vel af stað með endurnýjun á bílum í ár. Einnig er mikil aukning í nýskráningum bílaleigubíla og hlutfall þeirra hátt í heildarskráningum.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent