Top Gear spyrna – Golf R, Porsche 911 GTS og McLaren 675LT Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 16:44 Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrna Volkswagen Golf R gegn ofurbíl eins og McLaren 675LT og Porsche 911 Carrear GTS, en það er samt forvitnilegt að sjá hversu mikið hann stendur í hinum tveimur. Hér er þeim þó sprett úr spori kvartmílu. Rétt er að hafa í huga að Golf R kostar 32.890 bresk pund, Porche 911 Carrera GTS 93.915 pund en McLaren 675LT 259.500 pund. Því má kaupa nærri átta Golf R fyrir einn McLaren og tvo og hálfan Porsche 911 Carrera GTS. Golfinn er samt ári snöggur bíll og 4,9 sekúndur í hundraðið en McLaren 675LT 2,9 sekúndur. Það tekur Porsche 911 Carrera GTS 4,0 sekúndur. Það skal tekið fram að það er netútgáfan af Top Gear sem stóð fyrir gerð þessa myndskeiðs og hún verður væntanlega ekki í sýningu í tilvonandi Top Gear bílaþáttum. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent
Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrna Volkswagen Golf R gegn ofurbíl eins og McLaren 675LT og Porsche 911 Carrear GTS, en það er samt forvitnilegt að sjá hversu mikið hann stendur í hinum tveimur. Hér er þeim þó sprett úr spori kvartmílu. Rétt er að hafa í huga að Golf R kostar 32.890 bresk pund, Porche 911 Carrera GTS 93.915 pund en McLaren 675LT 259.500 pund. Því má kaupa nærri átta Golf R fyrir einn McLaren og tvo og hálfan Porsche 911 Carrera GTS. Golfinn er samt ári snöggur bíll og 4,9 sekúndur í hundraðið en McLaren 675LT 2,9 sekúndur. Það tekur Porsche 911 Carrera GTS 4,0 sekúndur. Það skal tekið fram að það er netútgáfan af Top Gear sem stóð fyrir gerð þessa myndskeiðs og hún verður væntanlega ekki í sýningu í tilvonandi Top Gear bílaþáttum.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent