Le Tissier: Rooney á ekki að byrja á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2016 10:45 Rooney er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins með 51 mark. vísir/getty Southampton-goðsögnin Matt Le Tissier segir að Wayne Rooney eigi ekki að vera í byrjunarliði enska landsliðsins á EM í Frakklandi í sumar. Rooney er á sjúkralistanum þessa stundina vegna hnémeiðsla og missir af þeim sökum af vináttulandsleikjum Englands gegn heimsmeisturum Þjóðverja og Hollendingum. Le Tissier segir að eins og staðan er í dag myndi hann ekki velja Rooney í byrjunarlið Englands. „Ekki á þessari stundu,“ sagði Le Tissier. „Þú verður að taka það með inn í reikninginn að hann hefur verið meiddur og vanalega er hann ekki sá fljótasti að komast í sitt besta form eftir meiðsli.“ Þrátt fyrir meiðslin og misjafna frammistöðu á tímabilinu telur Le Tissier líklegt að landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson velji Rooney í liðið. „Roy Hodgson er mjög trúr sínum leikmönnum og Rooney er fyrirliðinn hans. Ég myndi sennilega ekki spila honum en ef hann er heill lætur Roy hann byrja. „Ég myndi hafa Rooney í hópnum en ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Le Tissier sem lék átta landsleiki fyrir England á árunum 1994-97. Le Tissier segir að England sé vel sett með framherja og er spenntur að sjá Harry Kane og Dele Alli spila saman með landsliðinu. „Við erum með nokkra hæfileikaríka framherja sem hafa spilað vel á þessu tímabili. Framlínan er sterkasti hluti liðsins sem hefur ekki verið raunin undanfarin ár. „Það væri gaman að sjá okkur reyna að vinna í stað þess að hugsa um að tapa ekki. Kane og Alli ná frábærlega saman og Roy horfir líklega til þess,“ sagði Le Tissier sem er næstmarkahæsti leikmaður í sögu Southampton á eftir Mick Channon. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Southampton-goðsögnin Matt Le Tissier segir að Wayne Rooney eigi ekki að vera í byrjunarliði enska landsliðsins á EM í Frakklandi í sumar. Rooney er á sjúkralistanum þessa stundina vegna hnémeiðsla og missir af þeim sökum af vináttulandsleikjum Englands gegn heimsmeisturum Þjóðverja og Hollendingum. Le Tissier segir að eins og staðan er í dag myndi hann ekki velja Rooney í byrjunarlið Englands. „Ekki á þessari stundu,“ sagði Le Tissier. „Þú verður að taka það með inn í reikninginn að hann hefur verið meiddur og vanalega er hann ekki sá fljótasti að komast í sitt besta form eftir meiðsli.“ Þrátt fyrir meiðslin og misjafna frammistöðu á tímabilinu telur Le Tissier líklegt að landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson velji Rooney í liðið. „Roy Hodgson er mjög trúr sínum leikmönnum og Rooney er fyrirliðinn hans. Ég myndi sennilega ekki spila honum en ef hann er heill lætur Roy hann byrja. „Ég myndi hafa Rooney í hópnum en ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Le Tissier sem lék átta landsleiki fyrir England á árunum 1994-97. Le Tissier segir að England sé vel sett með framherja og er spenntur að sjá Harry Kane og Dele Alli spila saman með landsliðinu. „Við erum með nokkra hæfileikaríka framherja sem hafa spilað vel á þessu tímabili. Framlínan er sterkasti hluti liðsins sem hefur ekki verið raunin undanfarin ár. „Það væri gaman að sjá okkur reyna að vinna í stað þess að hugsa um að tapa ekki. Kane og Alli ná frábærlega saman og Roy horfir líklega til þess,“ sagði Le Tissier sem er næstmarkahæsti leikmaður í sögu Southampton á eftir Mick Channon.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira