Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 30. mars 2016 10:00 Veiðikonur ætla að hittast í kvöld hjá SVFR Mynd: KL Kvennadeild SVFR hefur verið mjög lífleg í vetur og þar sem það styttist í að veiði hefjist ætla þær að skella í Opið Hús í húskynnum SVFR. Það sem er á dagskrá er til dæmis heimsókn frá ofurkokkinum Árna Þór Sigurðssyni sem ætlar að koma og kenna konunum að flaka silung. Síðan ætlar hann að matreiða hann á nokkra vegu og leyfa þeim að smakka. Árni ætlar einnig að gefa þessum hressu veiðikonum frábærar hugmyndir fyrir Happy Hour í veiðitúrana. Hvaða lostæti er sniðugt að setja saman í happy körfuna. Ríkharður Hjálmarsson kemur frá Rolf Johansen og kynnir kampavín en eins og gefur að skilja er oft tími til að fagna í veiðinni og þá er ógjarnan opnuð ein slík. Að lokum ætla þær að skipuleggja veiðitúr í Varmá í lok Apríl en Varmá er mjög skemmtileg vorveiðiá sem er einmitt innan vébanda hjá SVFR. Nú er um að gera að mæta á þetta næst síðasta kvöld vetrarins, spjalla við aðrar veiðikonur og smakka góðar veitingar. Húsið opnar kl. 20.00, allar félagskonur SVFR og aðrar eru velkomnar og það skal einnig tekið fram að aðgangur er ókeypis. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði
Kvennadeild SVFR hefur verið mjög lífleg í vetur og þar sem það styttist í að veiði hefjist ætla þær að skella í Opið Hús í húskynnum SVFR. Það sem er á dagskrá er til dæmis heimsókn frá ofurkokkinum Árna Þór Sigurðssyni sem ætlar að koma og kenna konunum að flaka silung. Síðan ætlar hann að matreiða hann á nokkra vegu og leyfa þeim að smakka. Árni ætlar einnig að gefa þessum hressu veiðikonum frábærar hugmyndir fyrir Happy Hour í veiðitúrana. Hvaða lostæti er sniðugt að setja saman í happy körfuna. Ríkharður Hjálmarsson kemur frá Rolf Johansen og kynnir kampavín en eins og gefur að skilja er oft tími til að fagna í veiðinni og þá er ógjarnan opnuð ein slík. Að lokum ætla þær að skipuleggja veiðitúr í Varmá í lok Apríl en Varmá er mjög skemmtileg vorveiðiá sem er einmitt innan vébanda hjá SVFR. Nú er um að gera að mæta á þetta næst síðasta kvöld vetrarins, spjalla við aðrar veiðikonur og smakka góðar veitingar. Húsið opnar kl. 20.00, allar félagskonur SVFR og aðrar eru velkomnar og það skal einnig tekið fram að aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði