Aðdáendur undirbúa 30 ára afmælisveislu Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. mars 2016 14:16 Velgengni Sykurmolanna var fyrsti stóri íslenski tónlistarsigurinn erlendis. vísir/Timothy White Þótt ótrúlegt megi virðast verða í júní liðin 30 ár frá því að breiðskífa Sykurmolanna, „Life's too good“, kom út. Fáar íslenskar plötuútgáfur hafa haft jafnmikil áhrif á íslenska tónlistarsögu og sú plata en Sykurmolarnir urðu fyrsta íslenska sveitin til þess að ná heimsfrægð og ruddu þannig brautina fyrir sólóferil Bjarkar Guðmundsdóttur. Öll vitum við hvernig það ævintýri fór og sumir hafa gengið það langt að merkja atburðinn í sögubækur sem mikilvægan fyrir sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Útgáfan markaði fyrsta raunverulega sigurinn í útrás íslenskrar tónlistar og vakti áður óþekkta athygli á íslenskri tónlistarmenningu fyrir utan landsteinanna. Aðdáendur sveitarinnar hérlendis eru þegar byrjaðir að undirbúa afmælisveisluna. Einn þeirra er Wim Van Hooste sem er hollenskur tónlistarunnandi sem býr hér og heldur uppi heimasíðunni Rokmusik.co. Sú síða er skrifuð á ensku og fjallar einvörðungu um íslenska tónlist. Wim hvetur nú aðdáendur sveitarinnar og íslenskar hljómsveitir til þess að hljóðrita nýjar útgáfur af lögum Sykurmolanna sem hann mun þá pósta á síðu sinni. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þótt ótrúlegt megi virðast verða í júní liðin 30 ár frá því að breiðskífa Sykurmolanna, „Life's too good“, kom út. Fáar íslenskar plötuútgáfur hafa haft jafnmikil áhrif á íslenska tónlistarsögu og sú plata en Sykurmolarnir urðu fyrsta íslenska sveitin til þess að ná heimsfrægð og ruddu þannig brautina fyrir sólóferil Bjarkar Guðmundsdóttur. Öll vitum við hvernig það ævintýri fór og sumir hafa gengið það langt að merkja atburðinn í sögubækur sem mikilvægan fyrir sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Útgáfan markaði fyrsta raunverulega sigurinn í útrás íslenskrar tónlistar og vakti áður óþekkta athygli á íslenskri tónlistarmenningu fyrir utan landsteinanna. Aðdáendur sveitarinnar hérlendis eru þegar byrjaðir að undirbúa afmælisveisluna. Einn þeirra er Wim Van Hooste sem er hollenskur tónlistarunnandi sem býr hér og heldur uppi heimasíðunni Rokmusik.co. Sú síða er skrifuð á ensku og fjallar einvörðungu um íslenska tónlist. Wim hvetur nú aðdáendur sveitarinnar og íslenskar hljómsveitir til þess að hljóðrita nýjar útgáfur af lögum Sykurmolanna sem hann mun þá pósta á síðu sinni.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira