Vildi gjarnan halda áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2016 09:00 Lars liggur undir feldi og íhugar framtíð sína. vísir/ernir Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36
Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00
Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57