Fyrstu Fast & Furious bílarnir komnir í Mývatnssveit Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 11:24 Lamborghini Murchielago og herbíll. Mynd/Pétur Elvar Sigurðsson Undirbúningur fyrir tökur á myndinni Fast & Furious 8, sem teknar verða að hluta á Íslandi, eru greinilega í fullum gangi og fyrstu bílarnir eru farnir að sjást á vinnustað. Þar er um að ræða bíla sem verða örugglega í mynd, sem og vinnubílar. Bílunum var ekið norður í land í gær og náðust þessar myndir af bílunum í Varmahlíð. Á meðfylgjandi myndum má sjá að meðal þeirra er Lamborghini Murchielago bíll og einhverjir mjög breyttir og sérsmíðaðir bílar eins og gjarnan sjást í myndaröðinni. Þarna má einnig sjá fjölmarga snjósleða og ekki kæmi á óvart að myndað væri af þeim á fullri ferð á eftir hraðskreiðum bílum. Auk þess voru tveir stórir flutningabílar á ferðinni. Tveir Subaru Impreza WRX bílar eru á einum bílaflutningabílunum og líklega er breytti svarti kagginn ofan á í grunninn Dodge Charger og svo er þarna einnig magnaður Rally Fighter frá framleiðandanum Local Motors. Pétur Elvar Sigurðsson var á leiðinni suður til Reykjavíkur að norðan í gær og náði þessum glæsilegum myndum af bílunum. Hann gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta þær.Tveir Subaru WRX, Rally fighter, Caddy, RAM og líklega breyttur Dodge Charger.Mynd/Pétur Elvar SigurðssonFullt af vélsleðum.Mynd/Pétur Elvar Sigurðsson Tengdar fréttir Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Staðfestir nýjan Fast & Furious þríleik Vin Diesel sagði fréttirnar á Instagramsíðu sinni. 4. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Undirbúningur fyrir tökur á myndinni Fast & Furious 8, sem teknar verða að hluta á Íslandi, eru greinilega í fullum gangi og fyrstu bílarnir eru farnir að sjást á vinnustað. Þar er um að ræða bíla sem verða örugglega í mynd, sem og vinnubílar. Bílunum var ekið norður í land í gær og náðust þessar myndir af bílunum í Varmahlíð. Á meðfylgjandi myndum má sjá að meðal þeirra er Lamborghini Murchielago bíll og einhverjir mjög breyttir og sérsmíðaðir bílar eins og gjarnan sjást í myndaröðinni. Þarna má einnig sjá fjölmarga snjósleða og ekki kæmi á óvart að myndað væri af þeim á fullri ferð á eftir hraðskreiðum bílum. Auk þess voru tveir stórir flutningabílar á ferðinni. Tveir Subaru Impreza WRX bílar eru á einum bílaflutningabílunum og líklega er breytti svarti kagginn ofan á í grunninn Dodge Charger og svo er þarna einnig magnaður Rally Fighter frá framleiðandanum Local Motors. Pétur Elvar Sigurðsson var á leiðinni suður til Reykjavíkur að norðan í gær og náði þessum glæsilegum myndum af bílunum. Hann gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta þær.Tveir Subaru WRX, Rally fighter, Caddy, RAM og líklega breyttur Dodge Charger.Mynd/Pétur Elvar SigurðssonFullt af vélsleðum.Mynd/Pétur Elvar Sigurðsson
Tengdar fréttir Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Staðfestir nýjan Fast & Furious þríleik Vin Diesel sagði fréttirnar á Instagramsíðu sinni. 4. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38
Staðfestir nýjan Fast & Furious þríleik Vin Diesel sagði fréttirnar á Instagramsíðu sinni. 4. febrúar 2016 12:08