Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 10:00 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, tók ekki undir hrós í garð stelpnanna frá spyrli á blaðamannafundi á Algarve-mótinu í gær. Stelpurnar okkar hefja leik á mótinu í dag þegar þær mæta Belgíu klukkan 15.00, en stefnan er sett á gullið eins og kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Dagnýju Brynjarsdóttur í dag. „Í fyrra sagðist þú vera með mjög ungt lið en Ísland spilaði mjög vel. Við hverju megum við búast í ár?“ var spurningin sem Freyr fékk á fundinum í gær þar sem þjálfarar liðanna í A-riðli sátu fyrir svörum. Það stóð ekki á svari hjá Frey: „Við spiluðum ekki það vel. Við skoruðum ekki mark í fyrra. Það þarf að byrja á því að skora mark,“ svaraði þjálfarinn, en SportTV er statt á Algarve-mótinu og birti myndband af fundinum. Það má einnig sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti eftir að ná aðeins í eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum, en liðið kom boltanum aldrei í mark andstæðingsins. „Á hverju ári viljum við njóta umgjarðarinnar sem er búin til hér. Það er búinn að vera erfiður vetur í Reykjavík og mikill snjór þannig við njótum þess að vera hérna og spila á góðum völlum,“ sagði Freyr. „Við hlökkum til þess að reyna að vinna Danmörku einu sinni. Ég er mjög spenntur fyrir því að spila á móti Kanada líka sem við höfum aldrei mætt áður. Við erum með háleit markmið en við ætlum að byrja á því að reyna að skora eitt mark,“ sagði Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, tók ekki undir hrós í garð stelpnanna frá spyrli á blaðamannafundi á Algarve-mótinu í gær. Stelpurnar okkar hefja leik á mótinu í dag þegar þær mæta Belgíu klukkan 15.00, en stefnan er sett á gullið eins og kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Dagnýju Brynjarsdóttur í dag. „Í fyrra sagðist þú vera með mjög ungt lið en Ísland spilaði mjög vel. Við hverju megum við búast í ár?“ var spurningin sem Freyr fékk á fundinum í gær þar sem þjálfarar liðanna í A-riðli sátu fyrir svörum. Það stóð ekki á svari hjá Frey: „Við spiluðum ekki það vel. Við skoruðum ekki mark í fyrra. Það þarf að byrja á því að skora mark,“ svaraði þjálfarinn, en SportTV er statt á Algarve-mótinu og birti myndband af fundinum. Það má einnig sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti eftir að ná aðeins í eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum, en liðið kom boltanum aldrei í mark andstæðingsins. „Á hverju ári viljum við njóta umgjarðarinnar sem er búin til hér. Það er búinn að vera erfiður vetur í Reykjavík og mikill snjór þannig við njótum þess að vera hérna og spila á góðum völlum,“ sagði Freyr. „Við hlökkum til þess að reyna að vinna Danmörku einu sinni. Ég er mjög spenntur fyrir því að spila á móti Kanada líka sem við höfum aldrei mætt áður. Við erum með háleit markmið en við ætlum að byrja á því að reyna að skora eitt mark,“ sagði Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00
Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30
Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00