Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Ritstjórn skrifar 3. mars 2016 10:00 Glamour/Getty Sænski verslanarisinn sem við Íslendingar þekkjum svo vel, Hennes & Mauritz, sýndi haust og vetrarlínu sína á tískuvikunni í París í gærkvöldi. Línan sem umræðir nefnist Studio og er örlítið dýrari en annar fatnaður hjá H&M og kemur einungis í útvaldar verslanir. Fatnaðurinn var klæðilegur með þjóðlegu ívafi. Síðir kjólar og pils úr þunnum efnum, stórir hattar og áberandi skartgripir. Litadýrð í bland við svart og silfur. Það sem þó vakti meiri athygli en fötin sjálf var fjölbreytt fyrirsætuval H&M á tískupallinum en stærstu tískumerkin hafa gjarna verið gagnrýnd fyrir einhæft val þar sem mjóar fyrirsætur með hvíta húð eru yfirleittt í miklum meirihluta. Sú var ekki raunin í gær hjá H&M. Allskonar líkamsgerðir, húðlitir og aldur mátti sjá á tískupallinum. Stór nöfn á borð við Ashley Graham, Andreja Pejic, Freja Beha, Amber Valletta, Natasha Poly og hin eina sanna Pat Cleveland settu lit á sýninguna sem var hin skemmtilegasta að sjá. Til fyrirmyndar hjá Svíunum og vonandi fylgja fleiri tískuhús fast á eftir. Andreja Pejic.Anja Rubik.Amber Valletta.Natasha Poly.Ashley Graham.Pat Cleveland.Freja Beha. It's almost showtime! Say hi to @theashleygraham #HMStudioAW16 #AW16 #PFW Watch it live at studio.hm.com A video posted by H&M (@hm) on Mar 2, 2016 at 12:23pm PST The beautiful @ambervalletta in tonight's #HMStudioAW16 show. #PFW #AW16 A video posted by H&M (@hm) on Mar 2, 2016 at 1:02pm PST Mixing powerful tailoring with folklore. We're in love with all the looks from #HMStudioAW16. Which one is your favourite? #AW16 #PFW A video posted by H&M (@hm) on Mar 2, 2016 at 1:36pm PST Glamour Tíska Mest lesið Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Kjólarnir sem við viljum sjá á Óskarnum Glamour "Til ykkar sem ætlið að gagnrýna holdarfar mitt...“ Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Besta götutískan frá Tókýó Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour Þegar þú ferð á tónlistarhátíð Glamour Hver þarf fyrirsætur þegar þú ert með vélmenni? Glamour
Sænski verslanarisinn sem við Íslendingar þekkjum svo vel, Hennes & Mauritz, sýndi haust og vetrarlínu sína á tískuvikunni í París í gærkvöldi. Línan sem umræðir nefnist Studio og er örlítið dýrari en annar fatnaður hjá H&M og kemur einungis í útvaldar verslanir. Fatnaðurinn var klæðilegur með þjóðlegu ívafi. Síðir kjólar og pils úr þunnum efnum, stórir hattar og áberandi skartgripir. Litadýrð í bland við svart og silfur. Það sem þó vakti meiri athygli en fötin sjálf var fjölbreytt fyrirsætuval H&M á tískupallinum en stærstu tískumerkin hafa gjarna verið gagnrýnd fyrir einhæft val þar sem mjóar fyrirsætur með hvíta húð eru yfirleittt í miklum meirihluta. Sú var ekki raunin í gær hjá H&M. Allskonar líkamsgerðir, húðlitir og aldur mátti sjá á tískupallinum. Stór nöfn á borð við Ashley Graham, Andreja Pejic, Freja Beha, Amber Valletta, Natasha Poly og hin eina sanna Pat Cleveland settu lit á sýninguna sem var hin skemmtilegasta að sjá. Til fyrirmyndar hjá Svíunum og vonandi fylgja fleiri tískuhús fast á eftir. Andreja Pejic.Anja Rubik.Amber Valletta.Natasha Poly.Ashley Graham.Pat Cleveland.Freja Beha. It's almost showtime! Say hi to @theashleygraham #HMStudioAW16 #AW16 #PFW Watch it live at studio.hm.com A video posted by H&M (@hm) on Mar 2, 2016 at 12:23pm PST The beautiful @ambervalletta in tonight's #HMStudioAW16 show. #PFW #AW16 A video posted by H&M (@hm) on Mar 2, 2016 at 1:02pm PST Mixing powerful tailoring with folklore. We're in love with all the looks from #HMStudioAW16. Which one is your favourite? #AW16 #PFW A video posted by H&M (@hm) on Mar 2, 2016 at 1:36pm PST
Glamour Tíska Mest lesið Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Kjólarnir sem við viljum sjá á Óskarnum Glamour "Til ykkar sem ætlið að gagnrýna holdarfar mitt...“ Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Besta götutískan frá Tókýó Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour Þegar þú ferð á tónlistarhátíð Glamour Hver þarf fyrirsætur þegar þú ert með vélmenni? Glamour