Clarkson, Hammond og May á torfæruútgáfu Benz SL Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 15:24 Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið. Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent
Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið.
Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent