80s glamúr en engin tónlist Ritstjórn skrifar 7. mars 2016 22:00 Glamour/getty Níundi áratugurinn réði ríkjum á sýningu Saint Laurent á tískuvikunni í París í kvöld. Sýningin var þó einstök að því leiti að á meðan fyrirsæturnar gengu um var engin tónlist og engin auka lýsing, þannig að sýningin snérist eingöngu um fötin og tískuna. Kjólar með einni ermi, pallíettur, samfestinga, stutt pils, tjull, stórar axlir, gull og silfur, í bland við nælonsokkabuxur, stóra eyrnalokka og breið mittisbelti. Hárið var vatnsgreitt aftur, varirnar eldrauðar og augnförðunin dökkt cat-eye smokey. Það vakti athygli Glamour að allar fyrirsæturnar virðast vera mjög grannar og kemur spánskt fyrir sjónir þegar mikil bylting hefur verið í tískuheiminum undanfarið til að ýta undir fjölbreytileika á pöllunum. Til að mynda samþykktu Frakkar lög sem bönnuðu notkun of grannra fyrirsæta í apríl í fyrra og þurfa nú allar fyrirsætur sem sýna á tískuvikunum að hafa BMI stuðulinn yfir 18. Vert að hafa það í huga þegar farið er í gegnum myndirnar af þessum litríku fötum frá Saint Laurent. Glamour Tíska Mest lesið Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Reese Witherspoon hélt hátíðlega upp á 15 ára afmæli Legally Blonde Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour Sneri aftur á Instagram fyrir Kim Glamour Blake Lively í neon gulum kjól Glamour Ein yfirhöfn er ekki nóg Glamour Bakvið tjöldin með Kenzo fyrir H&M Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour
Níundi áratugurinn réði ríkjum á sýningu Saint Laurent á tískuvikunni í París í kvöld. Sýningin var þó einstök að því leiti að á meðan fyrirsæturnar gengu um var engin tónlist og engin auka lýsing, þannig að sýningin snérist eingöngu um fötin og tískuna. Kjólar með einni ermi, pallíettur, samfestinga, stutt pils, tjull, stórar axlir, gull og silfur, í bland við nælonsokkabuxur, stóra eyrnalokka og breið mittisbelti. Hárið var vatnsgreitt aftur, varirnar eldrauðar og augnförðunin dökkt cat-eye smokey. Það vakti athygli Glamour að allar fyrirsæturnar virðast vera mjög grannar og kemur spánskt fyrir sjónir þegar mikil bylting hefur verið í tískuheiminum undanfarið til að ýta undir fjölbreytileika á pöllunum. Til að mynda samþykktu Frakkar lög sem bönnuðu notkun of grannra fyrirsæta í apríl í fyrra og þurfa nú allar fyrirsætur sem sýna á tískuvikunum að hafa BMI stuðulinn yfir 18. Vert að hafa það í huga þegar farið er í gegnum myndirnar af þessum litríku fötum frá Saint Laurent.
Glamour Tíska Mest lesið Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Reese Witherspoon hélt hátíðlega upp á 15 ára afmæli Legally Blonde Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour Sneri aftur á Instagram fyrir Kim Glamour Blake Lively í neon gulum kjól Glamour Ein yfirhöfn er ekki nóg Glamour Bakvið tjöldin með Kenzo fyrir H&M Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour