Hjólreiðamenn eltir af strúti á 50 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 12:18 Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent