Pepsi-deildin verður nafn efstu deildanna í fótbolta næstu þrjú ár til viðbótar 29. febrúar 2016 14:15 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Ásgeir Ásgeirsson, formaður Toppfótbolta, skála í Pepsi eftir undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira