Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 11:58 Frá seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í Háskólabíó í gærkvöldi. Vísir/Pressphotos.biz Ekkert dómaralag verður í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag. Seinna undankvöldið fór fram í Háskólabíó í gærkvöldi en þar völdu áhorfendur lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn í úrslitin. Á fyrra undankvöldinu voru lögin Raddir, Hugur minn er og Óstöðvandi valin í úrslitin. Sex lög keppa því til úrslita en í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að sérstök dómnefnd, sem skipuð er af Ríkisútvarpinu, hafi möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, telji hún það eiga sérstakt erindi þangað. Það varð hins vegar ekki raunin að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Ef það hefði verið valið, þá hefði það verið tilkynnt í gær. Það var í raun og veru ekki talin ástæða til að velja það. Það mun standa svona að það verða sex lög sem keppa í úrslitunum,“ segir Hera.Leggja lokahönd á val dómnefndar Hún segir RÚV vera að leggja lokahönd á val dómnefndarinnar sem mun hafa fimmtíu prósenta vægi á móti símakosningu almennings á úrslitakvöldinu. Tvö efstu lögin, sem hljóta flest atkvæði frá dómnefnd og almenningi, mætast svo í einvígi þar sem hrein símakosning almennings ræður því hvort þeirra verður framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi.Í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að RÚV skipar fimm manna dómnefnd sem starfar aðeins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Í henni mun sitja fagfólk sem sérhæfingu á sviði tónlistar, svo sem laga- eða textahöfundar, söngvarar, upptökustjórar, plötusnúðar eða aðrir sem hafa atvinnu af tónlist eða tónlistarsköpun. Skal gæta jafnvægi í kynjahlutföllum, aldri og bakgrunni þeirra sem sitja í dómnefnd.Fresturinn rann út í gærkvöldi Þá kemur fram að fulltrúar í dómnefnd megi ekki hafa náin tengsl við höfunda eða flytjendur og ekki hafna unnið að gerð þeirra laga sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni. Þá kemur fram í reglum Söngvakeppninnar að nöfn dómnefndarmanna skuli verða gerð opinber í síðasta lagi viku fyrir úrslitakvöldið en fresturinn rann út í gærkvöldi.Niðurstöður dómnefndar og símakosningar gerðar opinberar Hera segir nöfn dómnefndarmanna eiga að liggja fyrir annað hvort á mánudag eða þriðjudag en verið sé að gera örlitla breytingu á fyrirkomulagi dómnefndarinnar. Í fyrra var voru nöfn dómnefndarinnar opinberuð í fyrsta skiptið í Söngvakeppninni og þá voru einnig niðurstöður hennar og símakosningarinnar gerðar opinberar. Hera segir sama fyrirkomulag verða í ár. Í fyrra valdi dómnefndin Milljón augnablik í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar í úrslit Söngvakeppninnar. 2014 valdi dómnefndin lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur í úrslitin. Bæði lög voru eftir Karl Olgeirsson. Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Ekkert dómaralag verður í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag. Seinna undankvöldið fór fram í Háskólabíó í gærkvöldi en þar völdu áhorfendur lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn í úrslitin. Á fyrra undankvöldinu voru lögin Raddir, Hugur minn er og Óstöðvandi valin í úrslitin. Sex lög keppa því til úrslita en í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að sérstök dómnefnd, sem skipuð er af Ríkisútvarpinu, hafi möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, telji hún það eiga sérstakt erindi þangað. Það varð hins vegar ekki raunin að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Ef það hefði verið valið, þá hefði það verið tilkynnt í gær. Það var í raun og veru ekki talin ástæða til að velja það. Það mun standa svona að það verða sex lög sem keppa í úrslitunum,“ segir Hera.Leggja lokahönd á val dómnefndar Hún segir RÚV vera að leggja lokahönd á val dómnefndarinnar sem mun hafa fimmtíu prósenta vægi á móti símakosningu almennings á úrslitakvöldinu. Tvö efstu lögin, sem hljóta flest atkvæði frá dómnefnd og almenningi, mætast svo í einvígi þar sem hrein símakosning almennings ræður því hvort þeirra verður framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi.Í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að RÚV skipar fimm manna dómnefnd sem starfar aðeins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Í henni mun sitja fagfólk sem sérhæfingu á sviði tónlistar, svo sem laga- eða textahöfundar, söngvarar, upptökustjórar, plötusnúðar eða aðrir sem hafa atvinnu af tónlist eða tónlistarsköpun. Skal gæta jafnvægi í kynjahlutföllum, aldri og bakgrunni þeirra sem sitja í dómnefnd.Fresturinn rann út í gærkvöldi Þá kemur fram að fulltrúar í dómnefnd megi ekki hafa náin tengsl við höfunda eða flytjendur og ekki hafna unnið að gerð þeirra laga sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni. Þá kemur fram í reglum Söngvakeppninnar að nöfn dómnefndarmanna skuli verða gerð opinber í síðasta lagi viku fyrir úrslitakvöldið en fresturinn rann út í gærkvöldi.Niðurstöður dómnefndar og símakosningar gerðar opinberar Hera segir nöfn dómnefndarmanna eiga að liggja fyrir annað hvort á mánudag eða þriðjudag en verið sé að gera örlitla breytingu á fyrirkomulagi dómnefndarinnar. Í fyrra var voru nöfn dómnefndarinnar opinberuð í fyrsta skiptið í Söngvakeppninni og þá voru einnig niðurstöður hennar og símakosningarinnar gerðar opinberar. Hera segir sama fyrirkomulag verða í ár. Í fyrra valdi dómnefndin Milljón augnablik í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar í úrslit Söngvakeppninnar. 2014 valdi dómnefndin lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur í úrslitin. Bæði lög voru eftir Karl Olgeirsson.
Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00
Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44