Engar forsendur fyrir riftunarmáli Höskuldur Kári Schram skrifar 16. febrúar 2016 18:30 Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson. Borgunarmálið Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson.
Borgunarmálið Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira