Ræðir um konur í tónlist og les í líkamstjáningu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 09:00 The Black Madonna er þekkt fyrir að halda uppi kraftmikilli stemningu. Mynd/AldoParedes „Ég er ótrúlega spennt. Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands, það er einn af þeim stöðum sem eru ólíkir öllum öðrum og það gerir þetta öðruvísi spennandi. Elstu vinkonur mínar frá Kentucky, þaðan sem ég er, komu mér á óvart og keyptu miða og ætla að koma með mér. Við komum nokkrum dögum fyrr til þess að fara í Bláa lónið og skoða okkur um. Við höfum aldrei gert neitt svona saman áður þannig það gerir sérstakan hlut enn þá sérstakari,“ segir Marea Stamper sem þeytir skífum undir nafninu The Black Madonna og er þekkt fyrir kraftmikil dj-set en hún er ein þeirra fjölmörgu listamanna sem koma munu fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík sem hefst á morgun.Konur í tónlist Auk þess að spila á hátíðinni tekur hún þátt í pallborðsumræðum á Sónar +D um konur í tónlist sem eru hluti af nýsköpunar- og tækniráðstefnu hátíðarinnar sem fer nú fram í fyrsta sinn hér á landi samhliða tónlistarhátíðinni en auk hennar verða þær Ellen Allien, dj Yamaho, Courtesy og Salka Sól þátttakendur. Þegar talið berst að stöðu kvenna í danstónlist er auðheyrt að umræðuefnið er henni er hugleikið og segir hún stöðuna hafa breyst til hins betra á síðustu árum. Og þegar hún er spurð að því hvað það sé sem henni þyki hafa breyst á undanförnum árum stendur ekki á svörunum. „Í fyrsta lagi þá erum við að sjá fleiri konur, þeim er að fjölga. Margar tónlistarhátíðir eru að leggja áherslu á að fá fleiri konur til þess að spila í stað þess að láta eins og það sé einhver endurspeglun á hæfileikum hvað kynjahlutföllin hafa verið skökk. Ég held að það hafi á ákveðnum tímapunkti verið ráðandi hugmynd hjá klúbbaeigendum og skipuleggjendum tónlistarhátíða að hið besta hafi flotið á toppinn og að það væru einfaldlega ekki það margar konur sem skipuðu sér í hóp hinna bestu.“Borgar sig að taka áhættu Marea hóf ferilinn í framhaldsskólaútvarpi og tók fljótlega að spila á rave-um og í kjölfarið fór hún að búa til eigin tónlist. Fyrst um sinn vann hún ein en fann sér svo samstarfsfélaga sem hún segir hafa kennt sér mikið. Nýverið tók hún upp þráðinn með gömlum samstarfsfélaga og er byrjuð að vinna með honum að nýju efni og prufa sig áfram með nýja tækni sem hún segir vera ögrandi, spennandi og nauðsynlegt. „Endrum og eins verður maður að hrista upp í hlutunum, það gerir mann dauðhræddan en svo skyndilega smellur eitthvað og núna gengur mjög vel.“ Hún segir mikilvægt að takast á við hluti sem hræða mann hvað mest því ávinningurinn af þeim sé yfirleitt mestur. „Það á við það að gera tónlist en líka bara lífið yfirhöfuð. Oft á tíðum voru það þeir hlutir, sem ég var hvað mest hikandi við að gera, sem urðu að því besta sem ég gerði. Ég vildi ekki hætta í vinnunni minni til þess að fara í tónleikaferð, ég var hrædd um að ég myndi bara svelta í hel en það varð að lokum að því besta sem ég gerði því eftir það fóru hlutirnir á flug. Það var áhætta og ég var hrædd en ég gerði það“.Fylgst með líkamstjáningu Líkt og áður sagði er The Black Madonna þekkt fyrir kraftmikil sett og segir hún mikilvægt að lesa áhorfendur og skipuleggja settið eftir því, það skipti mestu máli og það sé góð tilfinning að sjá manneskjuna sem fyrir stundu var með nefið grafið í snjallsímanum byrjaða að sveifla sér í takt við tónlistina. „Fyrir mér er það að þeyta skífum að vita hvers áhorfendur þarfnast og það er breytilegt. Það er ekki hægt að giska á hvernig stemningin verður. Maður þarf að fylgjast með litlum merkjum og lesa í líkamstjáningu fólks. Einhver sem stendur á gólfinu að skoða símann sinn á stað þar sem maður býst við að sé dansað. Lítur fólk út fyrir að vera þreytt, fullt af orku, þurfum við að keyra þetta í gang eða keyra stemninguna aðeins niður? Þetta eru hlutir sem er ekki hægt að plana og velta á ýmsum breytum,“ segir Marea og þegar hún er spurð að því hvort hún sé þá ekki góð í því að lesa líkamstjáningu fólks svarar hún því játandi. „Ég er góð í því og mér líður vel með það. Að finna út hvernig þú kemst inn í höfuð fólks og nærð að snúa því þannig að áhorfendur taka þátt, umbreytast og við deilum þeirri tilfinningu saman. Það er dásamlegt.“ The Black Madonna spilar annað kvöld klukkan 22.00 í SonarLab og pallborðsumræðurnar fara fram á morgun klukkan 17.00 í Flóa. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar má kynna sér á vefsíðu Sónar. Sónar Tónlist Tengdar fréttir Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar "Harpa verður skemmtilega lýðræðisleg." Þeir Atli Bollason og Owen Hindley ætla sér að breyta tónlistarhúsinu Hörpu í eitt stórt hljóðfæri, eða réttara sagt ljósfæri, á Sónar Reykjavik tónlistarhátíðinni sem fram í fjórða skiptið nú í febrúar. 3. febrúar 2016 12:00 Tilkynnt um lokadagskrá Sónar Reykjavík Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. 14. janúar 2016 17:30 Enn fleiri listamenn bætast við á Sónar Tíu hljómsveitir og listamenn hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík - sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 18.-20. febrúar á næst ári. 16. desember 2015 19:00 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
„Ég er ótrúlega spennt. Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands, það er einn af þeim stöðum sem eru ólíkir öllum öðrum og það gerir þetta öðruvísi spennandi. Elstu vinkonur mínar frá Kentucky, þaðan sem ég er, komu mér á óvart og keyptu miða og ætla að koma með mér. Við komum nokkrum dögum fyrr til þess að fara í Bláa lónið og skoða okkur um. Við höfum aldrei gert neitt svona saman áður þannig það gerir sérstakan hlut enn þá sérstakari,“ segir Marea Stamper sem þeytir skífum undir nafninu The Black Madonna og er þekkt fyrir kraftmikil dj-set en hún er ein þeirra fjölmörgu listamanna sem koma munu fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík sem hefst á morgun.Konur í tónlist Auk þess að spila á hátíðinni tekur hún þátt í pallborðsumræðum á Sónar +D um konur í tónlist sem eru hluti af nýsköpunar- og tækniráðstefnu hátíðarinnar sem fer nú fram í fyrsta sinn hér á landi samhliða tónlistarhátíðinni en auk hennar verða þær Ellen Allien, dj Yamaho, Courtesy og Salka Sól þátttakendur. Þegar talið berst að stöðu kvenna í danstónlist er auðheyrt að umræðuefnið er henni er hugleikið og segir hún stöðuna hafa breyst til hins betra á síðustu árum. Og þegar hún er spurð að því hvað það sé sem henni þyki hafa breyst á undanförnum árum stendur ekki á svörunum. „Í fyrsta lagi þá erum við að sjá fleiri konur, þeim er að fjölga. Margar tónlistarhátíðir eru að leggja áherslu á að fá fleiri konur til þess að spila í stað þess að láta eins og það sé einhver endurspeglun á hæfileikum hvað kynjahlutföllin hafa verið skökk. Ég held að það hafi á ákveðnum tímapunkti verið ráðandi hugmynd hjá klúbbaeigendum og skipuleggjendum tónlistarhátíða að hið besta hafi flotið á toppinn og að það væru einfaldlega ekki það margar konur sem skipuðu sér í hóp hinna bestu.“Borgar sig að taka áhættu Marea hóf ferilinn í framhaldsskólaútvarpi og tók fljótlega að spila á rave-um og í kjölfarið fór hún að búa til eigin tónlist. Fyrst um sinn vann hún ein en fann sér svo samstarfsfélaga sem hún segir hafa kennt sér mikið. Nýverið tók hún upp þráðinn með gömlum samstarfsfélaga og er byrjuð að vinna með honum að nýju efni og prufa sig áfram með nýja tækni sem hún segir vera ögrandi, spennandi og nauðsynlegt. „Endrum og eins verður maður að hrista upp í hlutunum, það gerir mann dauðhræddan en svo skyndilega smellur eitthvað og núna gengur mjög vel.“ Hún segir mikilvægt að takast á við hluti sem hræða mann hvað mest því ávinningurinn af þeim sé yfirleitt mestur. „Það á við það að gera tónlist en líka bara lífið yfirhöfuð. Oft á tíðum voru það þeir hlutir, sem ég var hvað mest hikandi við að gera, sem urðu að því besta sem ég gerði. Ég vildi ekki hætta í vinnunni minni til þess að fara í tónleikaferð, ég var hrædd um að ég myndi bara svelta í hel en það varð að lokum að því besta sem ég gerði því eftir það fóru hlutirnir á flug. Það var áhætta og ég var hrædd en ég gerði það“.Fylgst með líkamstjáningu Líkt og áður sagði er The Black Madonna þekkt fyrir kraftmikil sett og segir hún mikilvægt að lesa áhorfendur og skipuleggja settið eftir því, það skipti mestu máli og það sé góð tilfinning að sjá manneskjuna sem fyrir stundu var með nefið grafið í snjallsímanum byrjaða að sveifla sér í takt við tónlistina. „Fyrir mér er það að þeyta skífum að vita hvers áhorfendur þarfnast og það er breytilegt. Það er ekki hægt að giska á hvernig stemningin verður. Maður þarf að fylgjast með litlum merkjum og lesa í líkamstjáningu fólks. Einhver sem stendur á gólfinu að skoða símann sinn á stað þar sem maður býst við að sé dansað. Lítur fólk út fyrir að vera þreytt, fullt af orku, þurfum við að keyra þetta í gang eða keyra stemninguna aðeins niður? Þetta eru hlutir sem er ekki hægt að plana og velta á ýmsum breytum,“ segir Marea og þegar hún er spurð að því hvort hún sé þá ekki góð í því að lesa líkamstjáningu fólks svarar hún því játandi. „Ég er góð í því og mér líður vel með það. Að finna út hvernig þú kemst inn í höfuð fólks og nærð að snúa því þannig að áhorfendur taka þátt, umbreytast og við deilum þeirri tilfinningu saman. Það er dásamlegt.“ The Black Madonna spilar annað kvöld klukkan 22.00 í SonarLab og pallborðsumræðurnar fara fram á morgun klukkan 17.00 í Flóa. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar má kynna sér á vefsíðu Sónar.
Sónar Tónlist Tengdar fréttir Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar "Harpa verður skemmtilega lýðræðisleg." Þeir Atli Bollason og Owen Hindley ætla sér að breyta tónlistarhúsinu Hörpu í eitt stórt hljóðfæri, eða réttara sagt ljósfæri, á Sónar Reykjavik tónlistarhátíðinni sem fram í fjórða skiptið nú í febrúar. 3. febrúar 2016 12:00 Tilkynnt um lokadagskrá Sónar Reykjavík Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. 14. janúar 2016 17:30 Enn fleiri listamenn bætast við á Sónar Tíu hljómsveitir og listamenn hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík - sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 18.-20. febrúar á næst ári. 16. desember 2015 19:00 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar "Harpa verður skemmtilega lýðræðisleg." Þeir Atli Bollason og Owen Hindley ætla sér að breyta tónlistarhúsinu Hörpu í eitt stórt hljóðfæri, eða réttara sagt ljósfæri, á Sónar Reykjavik tónlistarhátíðinni sem fram í fjórða skiptið nú í febrúar. 3. febrúar 2016 12:00
Tilkynnt um lokadagskrá Sónar Reykjavík Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. 14. janúar 2016 17:30
Enn fleiri listamenn bætast við á Sónar Tíu hljómsveitir og listamenn hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík - sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 18.-20. febrúar á næst ári. 16. desember 2015 19:00