78 þúsund dansarar? Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Ég hef oft verið stolt af Íslendingum þegar kemur að því að sýna samstöðu. Þegar mikið liggur við stöndum við saman, hvort sem það er þegar hremmingar dynja yfir eða þegar góður málstaður þarfnast stuðnings. Nú hafa nærri 78 þúsund manns skrifað undir áskorun um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Sumar staðhæfingar forsprakka söfnunarinnar um tölur og aðferðafræði hafa reyndar réttilega verið gagnrýndar. Ég leyfi mér samt að giska á að flestir af þessum 78 þúsundum hafi í raun ekki verið að kvitta upp á annað en að heilbrigðiskerfið eigi að vera í lagi og sinna þeim sem þurfa á því að halda. Í dag hefur UN Women forgöngu um að ná saman milljarði manna í 200 löndum til að dansa gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er sjónum beint að hlutskipti þeirra milljóna kvenna sem eru á flótta. Hér á Íslandi verður dansað á sjö stöðum í öllum landshlutum. Það er ekki síður mikilvægt að fólk láti sig þetta réttlætismál varða. Raunar er hægt að slá tvær flugur í einu höggi; ef fólk dansar reglulega fyrir gott málefni er það þvílík lýðheilsuefling að það léttir dálítið á heilbrigðiskerfinu. Fólk hefur skoðanir á með hvaða hætti sé best að standa að góðu heilbrigðiskerfi. Fólk hefur líka skoðanir á hvernig best sé að nálgast meðferð og umfjöllun ofbeldismála. Í báðum tilfellum eiga þó allir að geta sammælst um einfalda kröfu; heilbrigðiskerfið á að vera í lagi og ofbeldi er ógeð sem má fokka sér. Rökræða um leiðir að góðu heilbrigðiskerfi er nauðsynleg. Að útrýma kynbundnu ofbeldi er hins vegar einfaldara og krefst fyrst og fremst hugarfarsbreytingar. Við getum einfaldlega staðið (og dansað) saman með þeirri einföldu kröfu að hætta að beita ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Ég hef oft verið stolt af Íslendingum þegar kemur að því að sýna samstöðu. Þegar mikið liggur við stöndum við saman, hvort sem það er þegar hremmingar dynja yfir eða þegar góður málstaður þarfnast stuðnings. Nú hafa nærri 78 þúsund manns skrifað undir áskorun um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Sumar staðhæfingar forsprakka söfnunarinnar um tölur og aðferðafræði hafa reyndar réttilega verið gagnrýndar. Ég leyfi mér samt að giska á að flestir af þessum 78 þúsundum hafi í raun ekki verið að kvitta upp á annað en að heilbrigðiskerfið eigi að vera í lagi og sinna þeim sem þurfa á því að halda. Í dag hefur UN Women forgöngu um að ná saman milljarði manna í 200 löndum til að dansa gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er sjónum beint að hlutskipti þeirra milljóna kvenna sem eru á flótta. Hér á Íslandi verður dansað á sjö stöðum í öllum landshlutum. Það er ekki síður mikilvægt að fólk láti sig þetta réttlætismál varða. Raunar er hægt að slá tvær flugur í einu höggi; ef fólk dansar reglulega fyrir gott málefni er það þvílík lýðheilsuefling að það léttir dálítið á heilbrigðiskerfinu. Fólk hefur skoðanir á með hvaða hætti sé best að standa að góðu heilbrigðiskerfi. Fólk hefur líka skoðanir á hvernig best sé að nálgast meðferð og umfjöllun ofbeldismála. Í báðum tilfellum eiga þó allir að geta sammælst um einfalda kröfu; heilbrigðiskerfið á að vera í lagi og ofbeldi er ógeð sem má fokka sér. Rökræða um leiðir að góðu heilbrigðiskerfi er nauðsynleg. Að útrýma kynbundnu ofbeldi er hins vegar einfaldara og krefst fyrst og fremst hugarfarsbreytingar. Við getum einfaldlega staðið (og dansað) saman með þeirri einföldu kröfu að hætta að beita ofbeldi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun