Lúxusjeppar slá út lúxusfólksbíla í sölu Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 15:24 Bentley Bentayga er einn þeirra rándýru jeppa sem koma á markað á næstunni. Í Bandaríkjunum hefur að undanförnu verið gríðarleg sala í jeppum og þá einna helst afar vel búnum lúxusjeppum. Svo rammt kveður við í þessum efnum að á síðustu 3 mánuðum hefur sala lúxusjeppa slegið út sölu lúxusfólksbíla þar vestra. Þetta kemur niður á sölu einstakra bílaframleiðenda og til dæmis var sala BMW, Lexus, Cadillac, Acura og Infinity minni í janúar en í sama mánuði árið áður. Staðan hér á landi er ekki ósvipuð og seljast lúxusjeppar og lúxusjepplingar meira en lúxusfólksbílar, en veðurfar hér skýrir það reyndar út að einhverju leiti. Bílaframleiðendur hafa undanfarið lagt mikla áherslu á vel búna jeppa og jepplinga og svo virðist sem heimurinn allur kalli á slíka bíla og hefur það orðið til að minnka sölu hefðbundinna fólksbíla. Keppast þeir nú við að bjóða fleiri og fleiri kosti í jeppum og jepplingum, ekki síst mjög dýrum og vel útbúnum slíkum bílum. Hafa flestir af allra aldýrustu lúxusbílaframleiðendunum ákveðið að smíða jeppa, flestir þeirra fyrsta sinni. Vestanhafs hefur afar lágt bensínverð ýtt undir þessa þróun og kaupendur stórra jeppa kæra sig kollótta um drjúga eyðslu slíkra bíla og kaupa þá eins og enginn væri morgundagurinn. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent
Í Bandaríkjunum hefur að undanförnu verið gríðarleg sala í jeppum og þá einna helst afar vel búnum lúxusjeppum. Svo rammt kveður við í þessum efnum að á síðustu 3 mánuðum hefur sala lúxusjeppa slegið út sölu lúxusfólksbíla þar vestra. Þetta kemur niður á sölu einstakra bílaframleiðenda og til dæmis var sala BMW, Lexus, Cadillac, Acura og Infinity minni í janúar en í sama mánuði árið áður. Staðan hér á landi er ekki ósvipuð og seljast lúxusjeppar og lúxusjepplingar meira en lúxusfólksbílar, en veðurfar hér skýrir það reyndar út að einhverju leiti. Bílaframleiðendur hafa undanfarið lagt mikla áherslu á vel búna jeppa og jepplinga og svo virðist sem heimurinn allur kalli á slíka bíla og hefur það orðið til að minnka sölu hefðbundinna fólksbíla. Keppast þeir nú við að bjóða fleiri og fleiri kosti í jeppum og jepplingum, ekki síst mjög dýrum og vel útbúnum slíkum bílum. Hafa flestir af allra aldýrustu lúxusbílaframleiðendunum ákveðið að smíða jeppa, flestir þeirra fyrsta sinni. Vestanhafs hefur afar lágt bensínverð ýtt undir þessa þróun og kaupendur stórra jeppa kæra sig kollótta um drjúga eyðslu slíkra bíla og kaupa þá eins og enginn væri morgundagurinn.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent