Key West Tropical þema í barnaherberginu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. janúar 2016 14:00 Sonja Bent fatahönnuður með drenginn sinn, Mána. Æskuár Sonju á Flórída voru henni ofarlega í huga þegar hún innréttaði barnaherbergið. Strendur Flórída rötuðu alla leið upp í Breiðholt þegar Sonja Bent fatahönnuður útbjó barnaherbergi 4 mánaða sonar síns Mána. Skeljar sem Sonja safnaði sjálf í æsku á ströndinni í Key West nýtti hún í óróra fyrir ofan vögguna sem er handhnýtt og hangir úr loftinu. Er eitthvert þema í herberginu? „Æska mín var mér mjög ofarlega í huga þegar ég fór að útfæra herbergið hans, en frá níu mánaða aldri var ég með með annan fótinn í Key West á Flórída. Bakgarðurinn á húsinu var ströndin. Þetta voru æðislegir tímar. Pabbi að veiða og kafa eftir humri. Mamma og systir mín á fullu að hnýta macrame-blómapotta, hengirúm og alls kyns fínerí og við krakkarnir að leika okkur á ströndinni. Úr varð „Key West Tropical“ þema.“Vegglímmiðarnir koma frá Urban Walls og skapa ekta strandstemmingu í herberginu.Hvað þurfti að gera? „Herbergið er inn af okkar svefnherbergi og var lokað af sem fataherbergi. Við þurftum því að taka niður hurð og vegg og opna inn í rýmið, parketleggja og mála.“Vaggan er handhnýtt af hjónum í Níkaragva. myndir/ernirVaggan hnýtt í Níkaragva „Það hvarflaði að mér í smá stund að reyna að útbúa vöggu fyrir hann úr macrame-hnýtingum til að fullkomna þemað en fann síðan æðisleg hjón í Níkaragva sem búa til fallegar vöggur og hengirúm, HangAhammock. Þetta er ótrúlega vönduð og falleg vagga og Máni elskar að vera í henni. Hentar svo vel að hún skuli hanga upp á að geta ruggað honum í svefn. Svo fann ég þessa æðislegu pálmatréslímmiða og fugla sem gefa silúettu af hitabeltislandslagi hjá Urban Walls í Bandaríkjunum sem systir mín ákvað að gefa Mána í herbergið.“Fallegir hlutir og leikföng hanga á vegg fyrir ofan skiptiborðið.Skeljasafnið varð að óróa „Skeljaóróann bjó ég til úr skeljum sem ég tíndi sem barn í Key West. Ég hef safnað skeljum og steinum allt mitt líf, árátta sem kom sér afar vel í þetta skiptið.“Loftljósið setti Sonja sjálf saman úr OYOY-óróa og viðarkúlum.Skemmtilegt loftljós „Ljósið í loftinu bjó ég til úr OYOY-óróa sem ég keypti hjá Hjarni og tók í sundur. Fékk síðan snúru og íhluti fyrir ljósið og fallega peru í Glóey. Keypti síðan viðarkúlur í Litum og föndri sem ég þræddi upp á snúruna á milli tuskudýranna.“ Hús og heimili Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Strendur Flórída rötuðu alla leið upp í Breiðholt þegar Sonja Bent fatahönnuður útbjó barnaherbergi 4 mánaða sonar síns Mána. Skeljar sem Sonja safnaði sjálf í æsku á ströndinni í Key West nýtti hún í óróra fyrir ofan vögguna sem er handhnýtt og hangir úr loftinu. Er eitthvert þema í herberginu? „Æska mín var mér mjög ofarlega í huga þegar ég fór að útfæra herbergið hans, en frá níu mánaða aldri var ég með með annan fótinn í Key West á Flórída. Bakgarðurinn á húsinu var ströndin. Þetta voru æðislegir tímar. Pabbi að veiða og kafa eftir humri. Mamma og systir mín á fullu að hnýta macrame-blómapotta, hengirúm og alls kyns fínerí og við krakkarnir að leika okkur á ströndinni. Úr varð „Key West Tropical“ þema.“Vegglímmiðarnir koma frá Urban Walls og skapa ekta strandstemmingu í herberginu.Hvað þurfti að gera? „Herbergið er inn af okkar svefnherbergi og var lokað af sem fataherbergi. Við þurftum því að taka niður hurð og vegg og opna inn í rýmið, parketleggja og mála.“Vaggan er handhnýtt af hjónum í Níkaragva. myndir/ernirVaggan hnýtt í Níkaragva „Það hvarflaði að mér í smá stund að reyna að útbúa vöggu fyrir hann úr macrame-hnýtingum til að fullkomna þemað en fann síðan æðisleg hjón í Níkaragva sem búa til fallegar vöggur og hengirúm, HangAhammock. Þetta er ótrúlega vönduð og falleg vagga og Máni elskar að vera í henni. Hentar svo vel að hún skuli hanga upp á að geta ruggað honum í svefn. Svo fann ég þessa æðislegu pálmatréslímmiða og fugla sem gefa silúettu af hitabeltislandslagi hjá Urban Walls í Bandaríkjunum sem systir mín ákvað að gefa Mána í herbergið.“Fallegir hlutir og leikföng hanga á vegg fyrir ofan skiptiborðið.Skeljasafnið varð að óróa „Skeljaóróann bjó ég til úr skeljum sem ég tíndi sem barn í Key West. Ég hef safnað skeljum og steinum allt mitt líf, árátta sem kom sér afar vel í þetta skiptið.“Loftljósið setti Sonja sjálf saman úr OYOY-óróa og viðarkúlum.Skemmtilegt loftljós „Ljósið í loftinu bjó ég til úr OYOY-óróa sem ég keypti hjá Hjarni og tók í sundur. Fékk síðan snúru og íhluti fyrir ljósið og fallega peru í Glóey. Keypti síðan viðarkúlur í Litum og föndri sem ég þræddi upp á snúruna á milli tuskudýranna.“
Hús og heimili Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira