Vísir frumsýnir myndbandið við Eurovision-lagið Hugur minn er Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 11:15 Þórunn Erna Clausen hefur gefið út myndband við Eurovison-lag sitt Hugur minn er sem er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Samsett - Vísir/Bernhard Nú styttist óðum í að framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision verði valið. Búið er að velja þau tólf lög sem munu etja kappi í forkeppninni. Eitt af þeim er lagið Hugur minn er eftir Þórunni Ernu Clausen í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Búið er að gefa út myndbönd við lagið, bæði á ensku og íslensku en myndböndin bæði má sjá hér fyrir neðan. Höfundur lags og texta, Þórunn Erna, segir að laglína lagsins hafi komið til hennar þegar hún var að keyra. „Ég fæ oft til mín laglínur sem láta mig ekki í friði,“ segir Þórunn Erna. „Í þessu tilviki var ég að keyra og greip símann við stýrið, sem er auðvitað alveg bannað, og tók upp viðlagslínuna.“ Nokkrum dögum síðar settist hún við píanóið og úr varð lagið Hugur minn er. Þórunn Erna mundi síðar eftir texta sem hún hafi áður samið sem smellpassaði við lagið. Lagið er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar en Þórunn Erna segir að hún hafi leitað að reynslumiklum söngvurum til að taka lagið að sér enda hafi reynsla hennar af Eurovision kennt henni að mikilvægt er að söngvararnir sem taki þátt ráði við álagið og þekki það hvernig er að syngja í sjónvarpi. „Erna Hrönn er svo ótrúlega tónviss og með þennan fallega og skemmtilega pínu ráma tón,“ segir Þórunn Erna. „Hjörtur er auðvitað nýkrýndur sigurvegari the Voice Ísland og er með frábæra rokkrödd og tilfinningu sem hentar fullkomlega fyrir þetta lag.“Myndbandið við lagið Hugur minn erÞórunn Erna er einnig tilbúinn með enskan texta fyrir lagið en hún segir að það verði flutt á ensku verði það sent út í aðalkeppnina. „Textar eru fyrir mér og mörgum alveg helmingur af mikilvægi laga og hvort maður tengi við þau eða ekki, þannig að enska útgáfan er tilbúin líka,“ segir Þórunn Erna en heyra má enska útgáfu lagsins hér fyrir neðan. Eurovision Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00 Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59 Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Nú styttist óðum í að framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision verði valið. Búið er að velja þau tólf lög sem munu etja kappi í forkeppninni. Eitt af þeim er lagið Hugur minn er eftir Þórunni Ernu Clausen í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Búið er að gefa út myndbönd við lagið, bæði á ensku og íslensku en myndböndin bæði má sjá hér fyrir neðan. Höfundur lags og texta, Þórunn Erna, segir að laglína lagsins hafi komið til hennar þegar hún var að keyra. „Ég fæ oft til mín laglínur sem láta mig ekki í friði,“ segir Þórunn Erna. „Í þessu tilviki var ég að keyra og greip símann við stýrið, sem er auðvitað alveg bannað, og tók upp viðlagslínuna.“ Nokkrum dögum síðar settist hún við píanóið og úr varð lagið Hugur minn er. Þórunn Erna mundi síðar eftir texta sem hún hafi áður samið sem smellpassaði við lagið. Lagið er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar en Þórunn Erna segir að hún hafi leitað að reynslumiklum söngvurum til að taka lagið að sér enda hafi reynsla hennar af Eurovision kennt henni að mikilvægt er að söngvararnir sem taki þátt ráði við álagið og þekki það hvernig er að syngja í sjónvarpi. „Erna Hrönn er svo ótrúlega tónviss og með þennan fallega og skemmtilega pínu ráma tón,“ segir Þórunn Erna. „Hjörtur er auðvitað nýkrýndur sigurvegari the Voice Ísland og er með frábæra rokkrödd og tilfinningu sem hentar fullkomlega fyrir þetta lag.“Myndbandið við lagið Hugur minn erÞórunn Erna er einnig tilbúinn með enskan texta fyrir lagið en hún segir að það verði flutt á ensku verði það sent út í aðalkeppnina. „Textar eru fyrir mér og mörgum alveg helmingur af mikilvægi laga og hvort maður tengi við þau eða ekki, þannig að enska útgáfan er tilbúin líka,“ segir Þórunn Erna en heyra má enska útgáfu lagsins hér fyrir neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00 Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59 Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19
Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00
Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59
Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00