Toyota selur áfram mest Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Toyota RAV4 Hybrid á bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi. vísir/EPA Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim. Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent
Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim.
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent