Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2016 23:00 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Kristins í upphafi leiksins. Vísir/getty Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira