Niðurtalningin í fyrsta veiðidag er hafin Karl Lúðvíksson skrifar 14. janúar 2016 09:23 Veiðimenn eru orðnir svo spenntir eftir komandi sumri og gera hvað sem er til að stytta biðina þangað til veiðin hefst á þessu ári. Það er svo sem ekki skrítið að það sé tilhlökkun enda er sumarið 2015, sem er eitt það besta frá upphafi, ennþá mönnum í fersku minni. Samkvæmt upplýsingum frá veiðileyfasölum hafa bókanir verið mun meiri en í fyrra og er svo komið að nú þegar er uppselt í margar árnar og að fyllast hratt í hinar. Það er þess vegna ekki sama staða og eftir lélega veiðisumarið 2014 þegar hrap varð í bókunum og hægt var að stökkva á lausa daga hér og þar allt síðastliðið sumar. Miðað við hvernig staðan er í dag hjá veiðileyfasölum þá verða veiðimenn og veiðikonur að hafa hraðan á ef það á á annað borð að stunda einhverja veiði sumarið 2016. Síðan er auðvitað margt til dundurs gert til að stytta biðina og margir sem eflaust nota veturinn til að hnýta og dúttla að veiðibúnaðinum. Fyrir þá sem eru með allan búnað á hreinu, kunna ekki að hnýta og eru viðþolslausir í þessari bið viljum við benda á þessa heimasíðu sem má finna hér. Þarna er hægt að stilla niðurteljara í 1. apríl svo það fari nú ekki framhjá þér þegar veiðisumarið (veiðivorið) brestur á. Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði
Veiðimenn eru orðnir svo spenntir eftir komandi sumri og gera hvað sem er til að stytta biðina þangað til veiðin hefst á þessu ári. Það er svo sem ekki skrítið að það sé tilhlökkun enda er sumarið 2015, sem er eitt það besta frá upphafi, ennþá mönnum í fersku minni. Samkvæmt upplýsingum frá veiðileyfasölum hafa bókanir verið mun meiri en í fyrra og er svo komið að nú þegar er uppselt í margar árnar og að fyllast hratt í hinar. Það er þess vegna ekki sama staða og eftir lélega veiðisumarið 2014 þegar hrap varð í bókunum og hægt var að stökkva á lausa daga hér og þar allt síðastliðið sumar. Miðað við hvernig staðan er í dag hjá veiðileyfasölum þá verða veiðimenn og veiðikonur að hafa hraðan á ef það á á annað borð að stunda einhverja veiði sumarið 2016. Síðan er auðvitað margt til dundurs gert til að stytta biðina og margir sem eflaust nota veturinn til að hnýta og dúttla að veiðibúnaðinum. Fyrir þá sem eru með allan búnað á hreinu, kunna ekki að hnýta og eru viðþolslausir í þessari bið viljum við benda á þessa heimasíðu sem má finna hér. Þarna er hægt að stilla niðurteljara í 1. apríl svo það fari nú ekki framhjá þér þegar veiðisumarið (veiðivorið) brestur á.
Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði