Miðasölu EM lýkur klukkan 11.00 | Kvótinn ekki fullur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2016 09:30 Vísir/Getty Miðasölunni fyrir stuðningsmenn á leiki sinna liða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar lýkur klukkan 11.00 í dag. Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ sem bárust Vísi nú í morgun hafa Íslendingar sótt um 20 þúsund miða alls, mögulegum leikjum Íslands í útsláttarkeppninni meðtöldum.Sjá einnig: Auktu líkurnar á að fá miða á EM [ksi.is] Fæstir miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á leikinn gegn Portúgal í St. Etienne. Sótt hefur verið um tæplega sex þúsund miða á leikinn en Ísland á rétt á um sjö þúsund miðum.Uppfært: KSÍ bendir á að UEFA áskilur sér rétt á að taka frá miða vegna öryggisráðstafanna og af öðrum ástæðum. Það eru ekki til endanlegar tölur um hversu marga miða Ísland á rétt á en áætla að það séu tæplega sjö þúsund miðar á leikinn gegn Portúgal. Miðar eru í mismunandi verðflokkum og er mesta eftirspurnin eftir miðum í verðflokki 4. Ef miðar seljast upp í þann verðflokk gæti umsóknum um slíka miða verið hafnað, þrátt fyrir að lausir miðar séu í öðrum verðflokkum. KSÍ mælir því með því að sækja um miða í fleiri verðflokkum með þeim fyrirvara að viðkomandi gæti þá endað með að kaupa dýrari miða en upphaflega var ætlað. Alls hafa 4500 manns sótt um miða á síðu Íslands fyrir EM í gegnum heimasíðu UEFA, þar af rúmlega 1600 manns núna um helgina. Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar tölur um fjölda stuðningsmanna Íslands á EM.Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM „Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig. Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ. Þess má geta að það stefnir í allir sem sækja um miða á leiki Íslands verði að ósk sinni. Allar umsóknir um miða sem eru samþykktar eru skuldbindandi.Leikir Íslands:Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne Tekur: 42.000 áhorfendur Ísland fær: 7 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 6.000 miðaLaugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille Tekur: 67.394 áhorfendur Ísland fær: 12 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um rúmlega 6.000 miðaMiðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis Tekur: 81.338 áhorfendur Ísland fær: 15 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 5.500 miða EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Miðasölunni fyrir stuðningsmenn á leiki sinna liða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar lýkur klukkan 11.00 í dag. Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ sem bárust Vísi nú í morgun hafa Íslendingar sótt um 20 þúsund miða alls, mögulegum leikjum Íslands í útsláttarkeppninni meðtöldum.Sjá einnig: Auktu líkurnar á að fá miða á EM [ksi.is] Fæstir miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á leikinn gegn Portúgal í St. Etienne. Sótt hefur verið um tæplega sex þúsund miða á leikinn en Ísland á rétt á um sjö þúsund miðum.Uppfært: KSÍ bendir á að UEFA áskilur sér rétt á að taka frá miða vegna öryggisráðstafanna og af öðrum ástæðum. Það eru ekki til endanlegar tölur um hversu marga miða Ísland á rétt á en áætla að það séu tæplega sjö þúsund miðar á leikinn gegn Portúgal. Miðar eru í mismunandi verðflokkum og er mesta eftirspurnin eftir miðum í verðflokki 4. Ef miðar seljast upp í þann verðflokk gæti umsóknum um slíka miða verið hafnað, þrátt fyrir að lausir miðar séu í öðrum verðflokkum. KSÍ mælir því með því að sækja um miða í fleiri verðflokkum með þeim fyrirvara að viðkomandi gæti þá endað með að kaupa dýrari miða en upphaflega var ætlað. Alls hafa 4500 manns sótt um miða á síðu Íslands fyrir EM í gegnum heimasíðu UEFA, þar af rúmlega 1600 manns núna um helgina. Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar tölur um fjölda stuðningsmanna Íslands á EM.Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM „Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig. Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ. Þess má geta að það stefnir í allir sem sækja um miða á leiki Íslands verði að ósk sinni. Allar umsóknir um miða sem eru samþykktar eru skuldbindandi.Leikir Íslands:Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne Tekur: 42.000 áhorfendur Ísland fær: 7 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 6.000 miðaLaugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille Tekur: 67.394 áhorfendur Ísland fær: 12 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um rúmlega 6.000 miðaMiðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis Tekur: 81.338 áhorfendur Ísland fær: 15 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 5.500 miða
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira