Hluthafar í Volkswagen kæra stjórnendur Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 15:36 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Það er langt frá því gleðiefni að eiga hlutafé í fyrirtæki sem fellur um þriðjung í einum vetfangi eins og gerðist í tilfelli Volkswagen er fyrirtækið varð uppvíst af dísilvélasvindlinu seint á síðasta ári. Það finnst að minnsta kosti ekki þeim 12 hluthöfum í Volkswagen sem nú hafa brugðist við þessu með því að kæra stjórnendur Volkswagen fyrir athæfið. Kærunum gæti þó fjölgað verulega þar sem lögmannsstofan Nieding & Barth mun væntanlega einnig leggja inn kærur fyrir hönd 66 annarra breskra og bandarískra hlutabréfaeigenda í Volkswagen. Því lítur ekki bara út fyrir að Volkswagen þurfi að greiða sektir víða um heim fyrir svindlið heldur þarf fyrirtækið einnig að glíma við fjölmarga hluthafa sína og hugsanlega bæta þeim að fullu upp skaðann á hruni hlutabréfa þeirra. Virði hlutabréfa í Volkswagen hefur fallið um 3.120 milljarða króna eftir að svindlið uppgötvaðist og það verður ekki auðvelt að bæta það að fullu. Volkswagen er þó stöndugt fyrirtæki og hefur lagt mikið fé til hliðar til að glíma við eftirmála dísilvélasvindlsins. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent
Það er langt frá því gleðiefni að eiga hlutafé í fyrirtæki sem fellur um þriðjung í einum vetfangi eins og gerðist í tilfelli Volkswagen er fyrirtækið varð uppvíst af dísilvélasvindlinu seint á síðasta ári. Það finnst að minnsta kosti ekki þeim 12 hluthöfum í Volkswagen sem nú hafa brugðist við þessu með því að kæra stjórnendur Volkswagen fyrir athæfið. Kærunum gæti þó fjölgað verulega þar sem lögmannsstofan Nieding & Barth mun væntanlega einnig leggja inn kærur fyrir hönd 66 annarra breskra og bandarískra hlutabréfaeigenda í Volkswagen. Því lítur ekki bara út fyrir að Volkswagen þurfi að greiða sektir víða um heim fyrir svindlið heldur þarf fyrirtækið einnig að glíma við fjölmarga hluthafa sína og hugsanlega bæta þeim að fullu upp skaðann á hruni hlutabréfa þeirra. Virði hlutabréfa í Volkswagen hefur fallið um 3.120 milljarða króna eftir að svindlið uppgötvaðist og það verður ekki auðvelt að bæta það að fullu. Volkswagen er þó stöndugt fyrirtæki og hefur lagt mikið fé til hliðar til að glíma við eftirmála dísilvélasvindlsins.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent