Færri og færri með ökuskírteini í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 16:28 Ungmenni í bílatíma í Bandaríkjunum. Komið hefur í ljós að það er ekki bara í yngsta aldurshópi þeirra sem aldur hafa til að taka ökupróf sem þeim hefur fækkað sem kjósa að taka prófið. Transportation Research Institute í Bandaríkjunum heldur vel utan um tölu þeirra sem taka ökupróf og í aldurshópnum frá 16 til 44 ára hefur þeim fækkað ört á síðustu árum. Árið 2008 voru 31,1% 16 ára einstaklinga með próf en aðeins 24,5% árið 2014. Ef skoðaður er aldurshópurinn 20-24 ára féll þetta hlutfall úr 82,0% í 76,7% á sama tíma. Í aldurshópnum 45-69 féll hlutfallið líka og einnig í aldurshópi 70 ára og eldri. Sá aldurshópur sem líklegastur er til að hafa ökupróf er 60-64 ára og eru 92,1% þeirra með próf. Árið 2008 var það hlutfall reyndar 95,9%. Betri almenningssamgöngur og tilkoma Uber og Lyft hefur ef til haft mest áhrif í þessa veruna, sem og breyttur lífsstíll margra, ekki síst í borgum Bandaríkjanna. Könnun sem gerð var árið 2013 benti einnig til þess að færri og færri í yngsta aldurshópnum er líklegir til að finna sér vinnu til að hafa efni á því að eiga og reka bíl og í henni kom einnig í ljós að 22% aðspurðar á aldrinum 18-22 ára ætluðu sér aldrei að taka bílpróf. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent
Komið hefur í ljós að það er ekki bara í yngsta aldurshópi þeirra sem aldur hafa til að taka ökupróf sem þeim hefur fækkað sem kjósa að taka prófið. Transportation Research Institute í Bandaríkjunum heldur vel utan um tölu þeirra sem taka ökupróf og í aldurshópnum frá 16 til 44 ára hefur þeim fækkað ört á síðustu árum. Árið 2008 voru 31,1% 16 ára einstaklinga með próf en aðeins 24,5% árið 2014. Ef skoðaður er aldurshópurinn 20-24 ára féll þetta hlutfall úr 82,0% í 76,7% á sama tíma. Í aldurshópnum 45-69 féll hlutfallið líka og einnig í aldurshópi 70 ára og eldri. Sá aldurshópur sem líklegastur er til að hafa ökupróf er 60-64 ára og eru 92,1% þeirra með próf. Árið 2008 var það hlutfall reyndar 95,9%. Betri almenningssamgöngur og tilkoma Uber og Lyft hefur ef til haft mest áhrif í þessa veruna, sem og breyttur lífsstíll margra, ekki síst í borgum Bandaríkjanna. Könnun sem gerð var árið 2013 benti einnig til þess að færri og færri í yngsta aldurshópnum er líklegir til að finna sér vinnu til að hafa efni á því að eiga og reka bíl og í henni kom einnig í ljós að 22% aðspurðar á aldrinum 18-22 ára ætluðu sér aldrei að taka bílpróf.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent