11 slasaðir í Dakar rallinu Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 09:38 Frá slysstað á fyrstu dagleið. Það fer ekki vel af stað Dakar rallið að þessu sinni því á fyrstu leið rallsins á laugardaginn missti einn keppanda stjórn á bíl sínum og ók inn í þvögu áhorfenda. Í slysinu slösuðust 11 manns, 6 fullorðnir og 5 börn. Meðal þeirra voru feðgar þar sem 14 ára sonurinn er nú illa haldinn eftir slysið. Færa þurfti hina slösuðu á fjórum þyrlum á spítala. Þessi fyrsta dagleið var afar stutt, eða um 11 kílómetrar og aðeins hugsuð sem kynning á keppninni. Keppninni var samstundis hætt og fáir klárað þessa stuttu leið þá. Fyrstu fullu dagleið keppninnar í gær þurfti svo að fresta vegna veðurs, svo segja má að rallið byrji ansi brösulega. Þrátt fyrir slysið verður keppninni haldið áfram og er því fyrsti fulli keppnisdagurinn í dag, mánudag. Dakar keppnin, sem bar áður nafnið París-Dakar, var fyrst haldin árið 1978 og eins og nafnið ber með sér, hófst í París og endaði í Dakar í Senegal, en breyta þurfti keppninni vegna ótryggs ástands í Senegal. Núverandi keppni hefst í Argentínu og fer í gegnum Bólivíu og endar svo aftur í Rosario í Argentínu. Í síðustu fjórum keppnum hafa Mini X-Raid bílar unnið keppnina. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Það fer ekki vel af stað Dakar rallið að þessu sinni því á fyrstu leið rallsins á laugardaginn missti einn keppanda stjórn á bíl sínum og ók inn í þvögu áhorfenda. Í slysinu slösuðust 11 manns, 6 fullorðnir og 5 börn. Meðal þeirra voru feðgar þar sem 14 ára sonurinn er nú illa haldinn eftir slysið. Færa þurfti hina slösuðu á fjórum þyrlum á spítala. Þessi fyrsta dagleið var afar stutt, eða um 11 kílómetrar og aðeins hugsuð sem kynning á keppninni. Keppninni var samstundis hætt og fáir klárað þessa stuttu leið þá. Fyrstu fullu dagleið keppninnar í gær þurfti svo að fresta vegna veðurs, svo segja má að rallið byrji ansi brösulega. Þrátt fyrir slysið verður keppninni haldið áfram og er því fyrsti fulli keppnisdagurinn í dag, mánudag. Dakar keppnin, sem bar áður nafnið París-Dakar, var fyrst haldin árið 1978 og eins og nafnið ber með sér, hófst í París og endaði í Dakar í Senegal, en breyta þurfti keppninni vegna ótryggs ástands í Senegal. Núverandi keppni hefst í Argentínu og fer í gegnum Bólivíu og endar svo aftur í Rosario í Argentínu. Í síðustu fjórum keppnum hafa Mini X-Raid bílar unnið keppnina.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent