Hatið mig Atli Fannar Bjarkason skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Hinsegin dagar hófust í vikunni þegar hluti af Skólavörðustíg var málaður í regnbogalitunum. Virkir í athugasemdum tóku uppátækið óstinnt upp og þótti mörgum illa farið með gott malbik á meðan aðrir blönduðu múslimum í umræðuna (?). Hinsegin fólk tilheyrir hópi sem virkir í athugasemdum virðast af einhverjum ástæðum hata og eru samfélagsmiðlar nýttir sem einhvers konar haturslúður. Þar sem þessi vika er tileinkuð baráttu hinsegin fólks vil ég biðja ykkur sem eruð virk í athugasemdum um að hata mig í staðinn fyrir þau í nokkra daga. Takið hatrið sem beinist venjulega í áttina að hommum, lesbíum og bókstaflega ælið því yfir þegar útæld lyklaborðin. Ég get höndlað það og ég veit að hommarnir og lesbíurnar geta það líka. Þau þurfa samt að láta þetta yfir sig ganga flesta hina daga ársins. Af hverju ekki að taka hvítan, meðalháan millistéttarkarl og drulla rækilega yfir hann í nokkra daga? Ég ólst upp á Selfossi. Það er auðvelt að hata mig fyrir það. Ég er hins vegar fæddur á Sauðárkróki. Það opnar á alls konar rætnar samsæriskenningar um tengsl mín við Framsóknarflokkinn og Kaupfélag Skagfirðinga. Ef ég þekki ykkur rétt er það ekki nógu persónulegt. Þið getið því hæðst að útliti mínu. Ég er með óþolandi bros á þessari mynd og hárgreiðslan er ekki bara hommaleg, heldur fór hún úr tísku fyrir tveimur árum. Laxableik skyrtan er óafsakanleg og ofan á það er ég með tribal-tattú utan um úlnliðinn sem gerir mig réttdræpan. Þið hljótið að geta hrært þessu saman í viðurstyggilegan graut af Atlahatri. Þannig getið þið, þó ekki væri nema um stund, hætt að hata hommana og lesbíurnar. Og kannski konurnar. Og múslimana. Já og femínistana. Og svertingjana. Og hælisleitendur. Og The Charlies. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Hinsegin Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Hinsegin dagar hófust í vikunni þegar hluti af Skólavörðustíg var málaður í regnbogalitunum. Virkir í athugasemdum tóku uppátækið óstinnt upp og þótti mörgum illa farið með gott malbik á meðan aðrir blönduðu múslimum í umræðuna (?). Hinsegin fólk tilheyrir hópi sem virkir í athugasemdum virðast af einhverjum ástæðum hata og eru samfélagsmiðlar nýttir sem einhvers konar haturslúður. Þar sem þessi vika er tileinkuð baráttu hinsegin fólks vil ég biðja ykkur sem eruð virk í athugasemdum um að hata mig í staðinn fyrir þau í nokkra daga. Takið hatrið sem beinist venjulega í áttina að hommum, lesbíum og bókstaflega ælið því yfir þegar útæld lyklaborðin. Ég get höndlað það og ég veit að hommarnir og lesbíurnar geta það líka. Þau þurfa samt að láta þetta yfir sig ganga flesta hina daga ársins. Af hverju ekki að taka hvítan, meðalháan millistéttarkarl og drulla rækilega yfir hann í nokkra daga? Ég ólst upp á Selfossi. Það er auðvelt að hata mig fyrir það. Ég er hins vegar fæddur á Sauðárkróki. Það opnar á alls konar rætnar samsæriskenningar um tengsl mín við Framsóknarflokkinn og Kaupfélag Skagfirðinga. Ef ég þekki ykkur rétt er það ekki nógu persónulegt. Þið getið því hæðst að útliti mínu. Ég er með óþolandi bros á þessari mynd og hárgreiðslan er ekki bara hommaleg, heldur fór hún úr tísku fyrir tveimur árum. Laxableik skyrtan er óafsakanleg og ofan á það er ég með tribal-tattú utan um úlnliðinn sem gerir mig réttdræpan. Þið hljótið að geta hrært þessu saman í viðurstyggilegan graut af Atlahatri. Þannig getið þið, þó ekki væri nema um stund, hætt að hata hommana og lesbíurnar. Og kannski konurnar. Og múslimana. Já og femínistana. Og svertingjana. Og hælisleitendur. Og The Charlies.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun