RÚV tapar tilgangi sínum Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júlí 2015 07:00 Nýverið lauk heimsmeistaramóti í knattspyrnu kvenna sem haldið var í Kanada. Ríkisútvarpið átti sjónvarpsréttinn að mótinu og sýndi nokkra leiki í beinni þegar líða tók á mótið. Nokkrir urðu til þess að gagnrýna að HM kvenna væri ekki gert jafn hátt undir höfði og heimsmeistaramóti karla. Þar hafa allir leikir gjarnan verið sýndir í þráðbeinni, og engu skipt hvort um er að ræða úrslitaleiki eða leik Írans og Slóveníu í riðlakeppninni. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að markaðsöflin eigi að ráða því hvaða sjónvarpsefni er borið á borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar eiga að einblína á efni sem borgar sig. Efni sem hægt er að kaupa inn á viðráðanlegu verði, hugnast auglýsendum og síðast en ekki síst er til þess fallið að halda áskrifendum eða laða að nýja. Þessi röksemdafærsla er hins vegar ekki svo einföld þegar um er að ræða ríkissjónvarpsstöð. Þess vegna var nokkuð kyndugt að heyra Þóru Arnórsdóttur taka til baka gagnrýni sína á slælega frammistöðu íþróttadeildar RÚV með m.a. þeim rökum að íþróttadeildin væri undirmönnuð og erfitt hefði reynst að laða styrktaraðila og kostun að mótinu. Þetta væru mögulega gild rök fyrir einkarekna sjónvarpsstöð. Þóra er hins vegar að tala um sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er fyrir almannafé. Því ber, eins og öðrum ríkisstofnunum, að fylgja jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sinni, og sjá til þess að það efni sem sýnt er fullnægi kröfum um „gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé í lagabókstafinn. Þess utan er erfitt að sjá í hendi sér að ekki sé hægt að sýna HM kvenna án þess að tapa á því. Sjónvarpsrétturinn kostar einungis brotabrot af því sem karlamótið kostar og fjöldi iðkenda kvennaknattspyrnu hér á landi bendir til þess að mörg fyrirtæki myndu sjá hag sinn í því að styrkja mótið eða kaupa auglýsingar í tengslum við útsendingar. Mannekla er heldur ekki afsökun. Þarf fleiri starfsmenn til að sýna frá HM kvenna en karla? Hugrekki þarf til að breyta ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins samkvæmt er erfiðara fyrir einkarekna aðila að taka slíkt stökk með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Önnur sjónarmið eiga hins vegar við ríkismiðla, og raunar gætu tækifæri sem þetta að einhverju leyti réttlætt tilvist slíkra miðla. Vonandi var þetta í síðasta sinn sem HM kvenna fær ekki sambærilega umfjöllun við karlamótið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Nýverið lauk heimsmeistaramóti í knattspyrnu kvenna sem haldið var í Kanada. Ríkisútvarpið átti sjónvarpsréttinn að mótinu og sýndi nokkra leiki í beinni þegar líða tók á mótið. Nokkrir urðu til þess að gagnrýna að HM kvenna væri ekki gert jafn hátt undir höfði og heimsmeistaramóti karla. Þar hafa allir leikir gjarnan verið sýndir í þráðbeinni, og engu skipt hvort um er að ræða úrslitaleiki eða leik Írans og Slóveníu í riðlakeppninni. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að markaðsöflin eigi að ráða því hvaða sjónvarpsefni er borið á borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar eiga að einblína á efni sem borgar sig. Efni sem hægt er að kaupa inn á viðráðanlegu verði, hugnast auglýsendum og síðast en ekki síst er til þess fallið að halda áskrifendum eða laða að nýja. Þessi röksemdafærsla er hins vegar ekki svo einföld þegar um er að ræða ríkissjónvarpsstöð. Þess vegna var nokkuð kyndugt að heyra Þóru Arnórsdóttur taka til baka gagnrýni sína á slælega frammistöðu íþróttadeildar RÚV með m.a. þeim rökum að íþróttadeildin væri undirmönnuð og erfitt hefði reynst að laða styrktaraðila og kostun að mótinu. Þetta væru mögulega gild rök fyrir einkarekna sjónvarpsstöð. Þóra er hins vegar að tala um sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er fyrir almannafé. Því ber, eins og öðrum ríkisstofnunum, að fylgja jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sinni, og sjá til þess að það efni sem sýnt er fullnægi kröfum um „gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé í lagabókstafinn. Þess utan er erfitt að sjá í hendi sér að ekki sé hægt að sýna HM kvenna án þess að tapa á því. Sjónvarpsrétturinn kostar einungis brotabrot af því sem karlamótið kostar og fjöldi iðkenda kvennaknattspyrnu hér á landi bendir til þess að mörg fyrirtæki myndu sjá hag sinn í því að styrkja mótið eða kaupa auglýsingar í tengslum við útsendingar. Mannekla er heldur ekki afsökun. Þarf fleiri starfsmenn til að sýna frá HM kvenna en karla? Hugrekki þarf til að breyta ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins samkvæmt er erfiðara fyrir einkarekna aðila að taka slíkt stökk með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Önnur sjónarmið eiga hins vegar við ríkismiðla, og raunar gætu tækifæri sem þetta að einhverju leyti réttlætt tilvist slíkra miðla. Vonandi var þetta í síðasta sinn sem HM kvenna fær ekki sambærilega umfjöllun við karlamótið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira