Stjörnur á hátindi ferilsins Snærós Sindradóttir skrifar 8. júlí 2015 00:00 Ég mun seint gleyma tónleikasumrinu mikla 2004. Þá var ég tólf að verða þrettán ára gömul og gerðist svo fræg að sjá Kraftwerk og Pixies í Kaplakrika og Lou Reed, Sugababes, Pink og emórokksveitina Placebo í Laugardalshöll. Allt á einu sumri. Minningin um 2004 kveikti hjá mér vangaveltur um það hvaða risastóru hljómsveitir hefðu komið hingað til lands á toppi ferils síns. Það vill nefnilega oft þannig til að við fáum afgangana. Restar goðsagnakenndra tónlistarmanna. Fjóra af níu. Forna frægð. Og svo fáum við hingað tónlistarmenn sem verða risavaxnir ári síðar. Hafandi troðið upp á Gauki á Stöng undir súð en fylla svo heilu leikvangana af grátandi aðdáendum. Og koma þá aldrei aftur. Árið 1970 komu Led Zeppelin og kenndu okkur að rokka. Íslenskir aðdáendur sátu eftirvæntingarfullir á steyptu gólfi Laugardalshallarinnar. Nákvæmlega eins og þeir voru vanir að sitja á gulbrúnu teppalögðu gólfi í stofunni sinni við eina plötuspilara heimilisins. Deep Purple kom tveimur árum síðar á hátindi ferilsins. The Stranglers mætti svo með síðpönkið árið 1978, þegar pönkið var í blóma, og tveimur árum síðar kom Clash, pönksveitin sem allir geta sungið með. Þvílíkur áratugur. Á þessari öld hafa vissulega komið stór bönd á hátindinum. Rammstein-menn voru heimsfrægir á Íslandi árið 2001. Konur rifu sig úr að ofan og þakið ætlaði af Laugardalshöll í bókstaflegri merkingu. Nick Cave hefur nokkrum sinnum komið, oft þegar hann hefur verið upp á sitt vinsælasta. 50 Cent var guð í hugum þrettán ára stráka árið 2004 og Snoop Dogg var virkilega stór. Mér myndi ekki endast plássið til að telja upp öll þau bönd sem hafa haldið tónleika hér á landi þegar stjarna þeirra er tekin að síga. En það skiptir samt ekki máli. Það var örugglega gaman á tíundu tónleikum Jethro Tull eða þegar Bryan Ferry tók Slave to Love í Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Ég mun seint gleyma tónleikasumrinu mikla 2004. Þá var ég tólf að verða þrettán ára gömul og gerðist svo fræg að sjá Kraftwerk og Pixies í Kaplakrika og Lou Reed, Sugababes, Pink og emórokksveitina Placebo í Laugardalshöll. Allt á einu sumri. Minningin um 2004 kveikti hjá mér vangaveltur um það hvaða risastóru hljómsveitir hefðu komið hingað til lands á toppi ferils síns. Það vill nefnilega oft þannig til að við fáum afgangana. Restar goðsagnakenndra tónlistarmanna. Fjóra af níu. Forna frægð. Og svo fáum við hingað tónlistarmenn sem verða risavaxnir ári síðar. Hafandi troðið upp á Gauki á Stöng undir súð en fylla svo heilu leikvangana af grátandi aðdáendum. Og koma þá aldrei aftur. Árið 1970 komu Led Zeppelin og kenndu okkur að rokka. Íslenskir aðdáendur sátu eftirvæntingarfullir á steyptu gólfi Laugardalshallarinnar. Nákvæmlega eins og þeir voru vanir að sitja á gulbrúnu teppalögðu gólfi í stofunni sinni við eina plötuspilara heimilisins. Deep Purple kom tveimur árum síðar á hátindi ferilsins. The Stranglers mætti svo með síðpönkið árið 1978, þegar pönkið var í blóma, og tveimur árum síðar kom Clash, pönksveitin sem allir geta sungið með. Þvílíkur áratugur. Á þessari öld hafa vissulega komið stór bönd á hátindinum. Rammstein-menn voru heimsfrægir á Íslandi árið 2001. Konur rifu sig úr að ofan og þakið ætlaði af Laugardalshöll í bókstaflegri merkingu. Nick Cave hefur nokkrum sinnum komið, oft þegar hann hefur verið upp á sitt vinsælasta. 50 Cent var guð í hugum þrettán ára stráka árið 2004 og Snoop Dogg var virkilega stór. Mér myndi ekki endast plássið til að telja upp öll þau bönd sem hafa haldið tónleika hér á landi þegar stjarna þeirra er tekin að síga. En það skiptir samt ekki máli. Það var örugglega gaman á tíundu tónleikum Jethro Tull eða þegar Bryan Ferry tók Slave to Love í Hörpu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun