OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. júlí 2015 09:00 Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu. Mynd/Meredith Truax Hljómsveitin Of Monsters and Men á lag á plötu sem gefin er út í tilefni áttræðisafmælis Dalai Lama. Lagið King and Lionheart verður á plötunni en á henni er einnig að finna lög eftir nokkra af þekktustu tónlistarmönnum sögunnar, eins og Peter Gabriel, Sting og Kate Bush svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er okkur mikill heiður að eiga lag á plötu til heiðurs áttræðisafmæli Dalai Lama. Við stukkum á tækifærið til að geta stutt starfsemi The Art Of Peace Foundation. Það er ekki slæmt að fá að gefa Dalai Lama King and Lionheart í afmælisgjöf!“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar. Platan ber titilinn The Art of Peace: Songs for Tibet II og kemur út á mánudaginn en það er jafnframt afmælisdagur Dalai Lama sem er andlegur leiðtogi búddista í Tíbet. Í von um að platan nái athygli yngri hlustendahóps og breiði út friðarboðskap Dalai Lama víðar, eru nýrri hljómsveitir og tónlistarmenn með efni á plötunni eins og til dæmis Lorde sem söng eitt vinsælasta lag ársins 2013, Royals. Árið 2008 kom út platan Songs for Tibet og má segja að hún sé undanfari þessarar plötu en hún kom út þegar að mikil spenna var á milli Tíbet og Kína. Ágóði af sölu plötunnar mun renna til starfsemi góðgerðarsamtakanna Art of Peace sem byggð er á hugsjón Dalai Lama. Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu og hefur nýja platan, Beneath The Skin, fengið frábærar viðtökur um heim allan. Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men á lag á plötu sem gefin er út í tilefni áttræðisafmælis Dalai Lama. Lagið King and Lionheart verður á plötunni en á henni er einnig að finna lög eftir nokkra af þekktustu tónlistarmönnum sögunnar, eins og Peter Gabriel, Sting og Kate Bush svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er okkur mikill heiður að eiga lag á plötu til heiðurs áttræðisafmæli Dalai Lama. Við stukkum á tækifærið til að geta stutt starfsemi The Art Of Peace Foundation. Það er ekki slæmt að fá að gefa Dalai Lama King and Lionheart í afmælisgjöf!“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar. Platan ber titilinn The Art of Peace: Songs for Tibet II og kemur út á mánudaginn en það er jafnframt afmælisdagur Dalai Lama sem er andlegur leiðtogi búddista í Tíbet. Í von um að platan nái athygli yngri hlustendahóps og breiði út friðarboðskap Dalai Lama víðar, eru nýrri hljómsveitir og tónlistarmenn með efni á plötunni eins og til dæmis Lorde sem söng eitt vinsælasta lag ársins 2013, Royals. Árið 2008 kom út platan Songs for Tibet og má segja að hún sé undanfari þessarar plötu en hún kom út þegar að mikil spenna var á milli Tíbet og Kína. Ágóði af sölu plötunnar mun renna til starfsemi góðgerðarsamtakanna Art of Peace sem byggð er á hugsjón Dalai Lama. Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu og hefur nýja platan, Beneath The Skin, fengið frábærar viðtökur um heim allan.
Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira