Smákarlaremba Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júní 2015 08:00 Fjögurra ára sonur minn elst upp á tveimur heimilum. Annars vegar hjá föður sem eldar og skúrar. Hins vegar hjá móður sem borar og blótar. Hann elst upp við að mamma og pabbi geri nákvæmlega sömu hlutina. Það er því fullkomlega óskiljanlegt hversu mikil karlremba litli maðurinn er. Hann á Playmo-bíl með tveimur löggum. Karli og konu. Konan fær aldrei að keyra bílinn. Aldrei! Hann hélt með Friðriki Dór í söngvakeppninni af þeirri einföldu ástæðu að það sé „miklu betra að senda strák í söngvakeppni“. Og þegar ég ætlaði með honum út í fótbolta um daginn fór hann að hlæja, strauk mér blítt um kinnina og spurði hvort það væri ekki betra að stóri bróðir kæmi með honum út. Ég hef reynt að beina barninu á rétta braut. Ég bendi honum á flottar stelpur á fótboltaæfingu sem snúa niður strákana. Lét löggukallinn hverfa og nú ráða tvær konur ríkjum í Playmo-landi. Svo sneri ég mér að barnaefninu. Ætlaði að kreista úr honum ofurhetju-mikilmennskuna og stækka sjóndeildarhringinn með glápi á Fríðu og dýrið, Litlu hafmeyjuna og Mjallhvíti. Þegar ég hlustaði á fyrirlestur Geenu Davis á ráðstefnunni WE 2015 þar sem hún talaði um hversu fáar kvenpersónur eru í barnaefni varð ég montin. Ég er meðvituð. Sonur minn horfir á stelpumyndir. En svo hélt hún áfram og benti á að þær fáu kvenpersónur sem birtast á hvíta tjaldinu séu alltaf sætar, saklausar, vanmáttugar og í leit að ástinni. Þá breyttist brosið í grettu. Einu kvenpersónurnar sem sonur minn kynnist eru prinsessa, sem misstórir karlmenn eru sífellt að bjarga, og norn með meiriháttar útlitskomplexa, hafmeyja sem fer í lýtaaðgerð til að finna ástina í landi og Fríða sem er með bad boy-syndrome á hæsta stigi. Ég lýsi því eftir sterkum og skemmtilegum kvenpersónum. (Dóra landkönnuður er þar með ekki valmöguleiki). Er Astrid Lindgren mín eina von? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Fjögurra ára sonur minn elst upp á tveimur heimilum. Annars vegar hjá föður sem eldar og skúrar. Hins vegar hjá móður sem borar og blótar. Hann elst upp við að mamma og pabbi geri nákvæmlega sömu hlutina. Það er því fullkomlega óskiljanlegt hversu mikil karlremba litli maðurinn er. Hann á Playmo-bíl með tveimur löggum. Karli og konu. Konan fær aldrei að keyra bílinn. Aldrei! Hann hélt með Friðriki Dór í söngvakeppninni af þeirri einföldu ástæðu að það sé „miklu betra að senda strák í söngvakeppni“. Og þegar ég ætlaði með honum út í fótbolta um daginn fór hann að hlæja, strauk mér blítt um kinnina og spurði hvort það væri ekki betra að stóri bróðir kæmi með honum út. Ég hef reynt að beina barninu á rétta braut. Ég bendi honum á flottar stelpur á fótboltaæfingu sem snúa niður strákana. Lét löggukallinn hverfa og nú ráða tvær konur ríkjum í Playmo-landi. Svo sneri ég mér að barnaefninu. Ætlaði að kreista úr honum ofurhetju-mikilmennskuna og stækka sjóndeildarhringinn með glápi á Fríðu og dýrið, Litlu hafmeyjuna og Mjallhvíti. Þegar ég hlustaði á fyrirlestur Geenu Davis á ráðstefnunni WE 2015 þar sem hún talaði um hversu fáar kvenpersónur eru í barnaefni varð ég montin. Ég er meðvituð. Sonur minn horfir á stelpumyndir. En svo hélt hún áfram og benti á að þær fáu kvenpersónur sem birtast á hvíta tjaldinu séu alltaf sætar, saklausar, vanmáttugar og í leit að ástinni. Þá breyttist brosið í grettu. Einu kvenpersónurnar sem sonur minn kynnist eru prinsessa, sem misstórir karlmenn eru sífellt að bjarga, og norn með meiriháttar útlitskomplexa, hafmeyja sem fer í lýtaaðgerð til að finna ástina í landi og Fríða sem er með bad boy-syndrome á hæsta stigi. Ég lýsi því eftir sterkum og skemmtilegum kvenpersónum. (Dóra landkönnuður er þar með ekki valmöguleiki). Er Astrid Lindgren mín eina von?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun