Óskarshátíð í minningu djassgeggjara úr Eyjum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2015 11:30 Það var feiknastuð á æfingunni fyrir Óskarshátíð í gær og von á góðri stemningu í kvöld. Vísir/GVA „Við bara ætlum að djamma af okkur rassgatið eins og þeir segja á góðri íslensku,“ segir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður léttur í lundu um Óskarshátíð sem blásið verður til á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í kvöld. „Þetta er djasshátíð til minningar um Óskar Þórarinsson, skipstjóra og djassgeggjara frá Vestmannaeyjum,“ segir hann um viðburðinn en Óskar lést 2. nóvember árið 2012 og var einn öflugasti stuðningsmaður djassins á Íslandi að sögn Pálma. „Hann var einn af stofnendum Djassvakningar á Íslandi og öflugur bakhjarl djassins. Alveg frábær karakter og skemmtilegur maður.“ Pálmi segir því tímabært að heiðra minningu Óskars og blása til tónlistarveislu en á Óskarshátíðinni koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er þeim Pálma, Kjartani Valdemarssyni, Birgi Baldurssyni og Edvard Lárussyni. Óskarshátíð ber upp á afmælishelgi Óskars og er Pálmi þrælspenntur fyrir viðburðinum. „Við hlökkum mikið til. Það verður mjög gaman að fara til Eyja og búa til góða veislu,“ segir hann léttur í lund að lokum.Óskarshátíðin hefst á Háaloftinu í Vestmannaeyjum klukkan 21.00 í kvöld. Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við bara ætlum að djamma af okkur rassgatið eins og þeir segja á góðri íslensku,“ segir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður léttur í lundu um Óskarshátíð sem blásið verður til á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í kvöld. „Þetta er djasshátíð til minningar um Óskar Þórarinsson, skipstjóra og djassgeggjara frá Vestmannaeyjum,“ segir hann um viðburðinn en Óskar lést 2. nóvember árið 2012 og var einn öflugasti stuðningsmaður djassins á Íslandi að sögn Pálma. „Hann var einn af stofnendum Djassvakningar á Íslandi og öflugur bakhjarl djassins. Alveg frábær karakter og skemmtilegur maður.“ Pálmi segir því tímabært að heiðra minningu Óskars og blása til tónlistarveislu en á Óskarshátíðinni koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er þeim Pálma, Kjartani Valdemarssyni, Birgi Baldurssyni og Edvard Lárussyni. Óskarshátíð ber upp á afmælishelgi Óskars og er Pálmi þrælspenntur fyrir viðburðinum. „Við hlökkum mikið til. Það verður mjög gaman að fara til Eyja og búa til góða veislu,“ segir hann léttur í lund að lokum.Óskarshátíðin hefst á Háaloftinu í Vestmannaeyjum klukkan 21.00 í kvöld.
Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira