Hjálmlaus lífsstíll Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 8. maí 2015 06:00 Átakið Hjólað í vinnuna hófst með pompi og prakt í fyrradag. Líkt og um náttúrulögmál væri að ræða hófst strax umræða um hjálmleysi þátttakenda í stað þess að fjalla um hinn stórkostlega samfélagslega ávinning sem hlýst af auknum hjólreiðum. Það er af nægu að taka í þeim efnum en hjólreiðar leiða til sparnaðar í heimilisrekstri, þær draga úr umhverfiskostnaði samfélagsins, stuðla að auknu heilbrigði og geta sparað milljarða í viðhaldi vegakerfisins. Það er líka öruggt og fljótlegt að hjóla á milli staða, sama hvort fólk er með hjálm á höfðinu eða ekki. Hætturnar í samfélaginu leynast víða og fólk getur fengið höfuðhögg við ótrúlegustu aðstæður. Samt hneykslast enginn á hjálmleysi fólks í daglegu amstri. Ef einhver vill hafa skoðun á því hvort ég hjóla með hjálm eða ekki ætti viðkomandi með réttu að hafa skoðun á því hvort ég nota hjálm frá morgni til kvölds, óháð því hvað ég er að gera. Höfuðhögg sem fólk verður fyrir inni í bílunum sínum valda mun fleiri dauðsföllum árlega en höfuðhögg vegna hjólreiða. Það er öllum í hag að hjólreiðar verði hluti af daglegu amstri fólks og til að svo megi verða þarf að skilgreina þær upp á nýtt í huga fólks. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að setja sig í stellingar og brynja sig með öryggisbúnaði til að stíga upp á hjól frekar en það vill. Raunverulegt öryggi vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, felst í fjöldanum. Því fleiri sem hjóla, þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hjólar ekki með hjálm í öllum helstu hjólreiðaborgum heims. Staðreyndin er sú að þrýstingur á hjálmnotkun hjólreiðafólks dregur úr hjólreiðum og skapar því meiri hættu en minni fyrir þá sem hjóla á annað borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun
Átakið Hjólað í vinnuna hófst með pompi og prakt í fyrradag. Líkt og um náttúrulögmál væri að ræða hófst strax umræða um hjálmleysi þátttakenda í stað þess að fjalla um hinn stórkostlega samfélagslega ávinning sem hlýst af auknum hjólreiðum. Það er af nægu að taka í þeim efnum en hjólreiðar leiða til sparnaðar í heimilisrekstri, þær draga úr umhverfiskostnaði samfélagsins, stuðla að auknu heilbrigði og geta sparað milljarða í viðhaldi vegakerfisins. Það er líka öruggt og fljótlegt að hjóla á milli staða, sama hvort fólk er með hjálm á höfðinu eða ekki. Hætturnar í samfélaginu leynast víða og fólk getur fengið höfuðhögg við ótrúlegustu aðstæður. Samt hneykslast enginn á hjálmleysi fólks í daglegu amstri. Ef einhver vill hafa skoðun á því hvort ég hjóla með hjálm eða ekki ætti viðkomandi með réttu að hafa skoðun á því hvort ég nota hjálm frá morgni til kvölds, óháð því hvað ég er að gera. Höfuðhögg sem fólk verður fyrir inni í bílunum sínum valda mun fleiri dauðsföllum árlega en höfuðhögg vegna hjólreiða. Það er öllum í hag að hjólreiðar verði hluti af daglegu amstri fólks og til að svo megi verða þarf að skilgreina þær upp á nýtt í huga fólks. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að setja sig í stellingar og brynja sig með öryggisbúnaði til að stíga upp á hjól frekar en það vill. Raunverulegt öryggi vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, felst í fjöldanum. Því fleiri sem hjóla, þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hjólar ekki með hjálm í öllum helstu hjólreiðaborgum heims. Staðreyndin er sú að þrýstingur á hjálmnotkun hjólreiðafólks dregur úr hjólreiðum og skapar því meiri hættu en minni fyrir þá sem hjóla á annað borð.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun