Aron: Það er frábært að fá Óla inn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 08:15 Aron fer yfir málin með strákunum á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll. Hann verður líklega án Alexanders Peterssonar í kvöld en hefur fengið Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið. Vísir/Vilhelm „Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“ EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira