Fyrst pirraðir og svo reyndum við að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2015 07:00 Ragnar Sigurðsson vísir/getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira