Bleikt þema í miðbænum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2015 00:01 Berglind og Kári Halldórsson, sonur hennar stilla sér upp á eftirlætis stað fjölskyldunnar. Það er við eldhúsborðið. "Hér hópast alltaf allir. Við erum eiginlega bara hér í íbúðinni. Ef það er matarboð þá standa tuttugu manns við borðið en enginn er inni í stofu.“ vísir/ernir Berglind Pétursdóttir texta- og hugmyndasmiður býr ásamt kærasta sínum, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, í huggulegri íbúð á Bergstaðastræti. Hún hefur dálæti á bleikum lit og það má greinilega sjá á innbúi hennar. „Ef ég sé einhvern flottan hlut þá hætti ég yfirleitt ekki að gúggla eða leita að honum fyrr en ég finn hann. Sem er mjög leiðinlegt fyrir kærastann minn, því hann nær aldrei að kaupa neitt handa mér. Ég er alltaf búin að kaupa það sem mig langar í,“ segir Berglind. Hún er dugleg að panta sér hluti af netinu og fá senda heim, stundum verður sendingarkostnaðurinn tíu sinnum hærri en verðið og hún þarf að standa í stöðugum bréfaskriftum við seljandann. Hún lætur það ekki á sig fá enda er gaman að litast um í íbúð hennar sem er full af forvitnilegum hlutum, bleikum og ekki bleikum.Berglind er nýbúin að fá bleika útvarpið á skápnum. Hún hafði séð álíka tæki í einhverri auglýsingu og gúgglaði pink radio þar til hún fann alveg eins tæki sem hún gat keypt.vísir/ernirGera mætti ráð fyrir að Berglind hefði málað þennan fína vínskáp sjálf en það er fjarri lagi. „Ég keypti hann svona fínan á litinn í Húsi fiðrildanna. Þar getur maður oft fundið eitthvað bleikt. Kærastinn fékk plötur og ég fékk þetta.“ Útvarpið er hún nýbúin að kaupa sér. Hún sá svona útvarp í auglýsingu og langaði í alveg eins. „Ég gúgglaði pink radio þar til ég fann það loksins, og keypti það." Kokteilskiltivísir/ernir„Þetta pantaði ég hræódýrt á netinu og borgaði svona 40 þúsund kall í sendingarkostnað. Ég stóð heillengi í bréfaskriftum við sendandan og þetta var þvílíkt vesen. En allt þess virði þar sem þetta var jólagjöf til kærastans. Hann er mikill kokteilamaður, bæði er hann duglegur að búa til kokteila og fá sér kokteila. Enda eru mörg kokteilapartí haldin hérna á heimilinu.“Vínyll á gæruvísir/ernirBerglind og Steinþór eiga stórt safn vínylplatna en Berglind tekur alveg fyrir það að hún kaupi frekar plötu ef hún er bleik á litinn. Gæruna keypti hún aftur á móti einungis af því að hún er bleik. „Hún á sér engan stað í íbúðinni, flakkar bara á milli. Ég frétti svo af konu sem keypti þessa gæru á undan mér en maðurinn hennar sendi hana aftur í búðina til að skila henni. Ég er ekki enn komin í þá stöðu en er kannski smátt og smátt að koma mér í hana.“ Kettlingar og píanóvísir/ernirKettlingamyndin er ein af þessum hlutum sem Berglind sá og varð bara að eignast. „Hún hékk alltaf í sjoppunni í Kolaportinu fyrir ofan pylsupott. Ég spurði bara hvort ég mætti kaupa hana og fékk hana á þrjú þúsund kall. Ég þurfti að þrífa af henni fitubrákina og það var sjoppulykt af henni í lengri tíma. Mamma sýndi mér svo mynd af systur hennar sem vann sem ballettdansari í Berlín á áttunda áratugnum. Á myndinni er hún í þýskri íbúð þar sem nákvæmlega eins mynd er uppi á vegg.“ Hús og heimili Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Berglind Pétursdóttir texta- og hugmyndasmiður býr ásamt kærasta sínum, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, í huggulegri íbúð á Bergstaðastræti. Hún hefur dálæti á bleikum lit og það má greinilega sjá á innbúi hennar. „Ef ég sé einhvern flottan hlut þá hætti ég yfirleitt ekki að gúggla eða leita að honum fyrr en ég finn hann. Sem er mjög leiðinlegt fyrir kærastann minn, því hann nær aldrei að kaupa neitt handa mér. Ég er alltaf búin að kaupa það sem mig langar í,“ segir Berglind. Hún er dugleg að panta sér hluti af netinu og fá senda heim, stundum verður sendingarkostnaðurinn tíu sinnum hærri en verðið og hún þarf að standa í stöðugum bréfaskriftum við seljandann. Hún lætur það ekki á sig fá enda er gaman að litast um í íbúð hennar sem er full af forvitnilegum hlutum, bleikum og ekki bleikum.Berglind er nýbúin að fá bleika útvarpið á skápnum. Hún hafði séð álíka tæki í einhverri auglýsingu og gúgglaði pink radio þar til hún fann alveg eins tæki sem hún gat keypt.vísir/ernirGera mætti ráð fyrir að Berglind hefði málað þennan fína vínskáp sjálf en það er fjarri lagi. „Ég keypti hann svona fínan á litinn í Húsi fiðrildanna. Þar getur maður oft fundið eitthvað bleikt. Kærastinn fékk plötur og ég fékk þetta.“ Útvarpið er hún nýbúin að kaupa sér. Hún sá svona útvarp í auglýsingu og langaði í alveg eins. „Ég gúgglaði pink radio þar til ég fann það loksins, og keypti það." Kokteilskiltivísir/ernir„Þetta pantaði ég hræódýrt á netinu og borgaði svona 40 þúsund kall í sendingarkostnað. Ég stóð heillengi í bréfaskriftum við sendandan og þetta var þvílíkt vesen. En allt þess virði þar sem þetta var jólagjöf til kærastans. Hann er mikill kokteilamaður, bæði er hann duglegur að búa til kokteila og fá sér kokteila. Enda eru mörg kokteilapartí haldin hérna á heimilinu.“Vínyll á gæruvísir/ernirBerglind og Steinþór eiga stórt safn vínylplatna en Berglind tekur alveg fyrir það að hún kaupi frekar plötu ef hún er bleik á litinn. Gæruna keypti hún aftur á móti einungis af því að hún er bleik. „Hún á sér engan stað í íbúðinni, flakkar bara á milli. Ég frétti svo af konu sem keypti þessa gæru á undan mér en maðurinn hennar sendi hana aftur í búðina til að skila henni. Ég er ekki enn komin í þá stöðu en er kannski smátt og smátt að koma mér í hana.“ Kettlingar og píanóvísir/ernirKettlingamyndin er ein af þessum hlutum sem Berglind sá og varð bara að eignast. „Hún hékk alltaf í sjoppunni í Kolaportinu fyrir ofan pylsupott. Ég spurði bara hvort ég mætti kaupa hana og fékk hana á þrjú þúsund kall. Ég þurfti að þrífa af henni fitubrákina og það var sjoppulykt af henni í lengri tíma. Mamma sýndi mér svo mynd af systur hennar sem vann sem ballettdansari í Berlín á áttunda áratugnum. Á myndinni er hún í þýskri íbúð þar sem nákvæmlega eins mynd er uppi á vegg.“
Hús og heimili Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira