Arfur dætra okkar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2015 08:00 Þegar við unglingsdóttir mín kúrðum saman yfir Ísland got talent fór hún að velta fyrir sér af hverju svo margir frá Grænlandi og Færeyjum kæmu til Íslands til að taka þátt í keppninni. Ég svaraði henni annars hugar að svona keppnir væru ekki haldnar í þessum löndum og þar sem Ísland væri eins konar stóri bróðir þeirra kæmi fólkið hingað. Þá sneri hún upp á sig, horfði á mig alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spurði: „Af hverju stóri bróðir? Af hverju ekki stóra systir?“ Jú, eða það, svaraði ég um hæl. Hún hummaði af dásamlegri réttlætiskennd. Svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Dóttir mín er komin með hælana þar sem ég hef tærnar. Tilhugsunin um að hún og hennar kynslóð taki við arfi frá minni kynslóð og komist lengra í átt að kynjajafnrétti, mögulega á leiðarenda, er ansi góð. Þetta var á sunnudaginn. Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á sama degi kom fram að konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu samkvæmt launakönnun VR. Launamunurinn eru heil mánaðarlaun á ári. Þetta skellti mér aldeilis niður á jörðina. Því mín kynslóð fékk líka flottan arf. Áður en ég fæddist gengu konur úr vinnu og af heimilum til að sýna fram á að vinnuframlag þeirra væri jafn mikilvægt og verðmætt og vinnuframlag karla. Við erum að halda upp á fjörutíu ára afmæli þessa viðburðar þetta árið. Er ekki frekar vandræðalegt að bjóða 8,5% kynbundnum launamun í veisluna? Unglingnum fannst þessi staðreynd jafn glötuð, óskiljanleg og óraunveruleg og tilhugsunin um líf án internets. Samkvæmt núverandi launaþróun verða kynin fyrst með jöfn laun þegar hún verður 35 ára. Það er fullkomlega glatað, algjörlega óskiljanlegt en því miður raunverulegt. Hún mun þó eiga arfinn sinn. Sem þýðir að hún mun að minnsta kosti snúa upp á sig, horfa á yfirmann sinn alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spyrja „af hverju?“ Vonandi mun hún síðan humma, svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun
Þegar við unglingsdóttir mín kúrðum saman yfir Ísland got talent fór hún að velta fyrir sér af hverju svo margir frá Grænlandi og Færeyjum kæmu til Íslands til að taka þátt í keppninni. Ég svaraði henni annars hugar að svona keppnir væru ekki haldnar í þessum löndum og þar sem Ísland væri eins konar stóri bróðir þeirra kæmi fólkið hingað. Þá sneri hún upp á sig, horfði á mig alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spurði: „Af hverju stóri bróðir? Af hverju ekki stóra systir?“ Jú, eða það, svaraði ég um hæl. Hún hummaði af dásamlegri réttlætiskennd. Svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Dóttir mín er komin með hælana þar sem ég hef tærnar. Tilhugsunin um að hún og hennar kynslóð taki við arfi frá minni kynslóð og komist lengra í átt að kynjajafnrétti, mögulega á leiðarenda, er ansi góð. Þetta var á sunnudaginn. Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á sama degi kom fram að konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu samkvæmt launakönnun VR. Launamunurinn eru heil mánaðarlaun á ári. Þetta skellti mér aldeilis niður á jörðina. Því mín kynslóð fékk líka flottan arf. Áður en ég fæddist gengu konur úr vinnu og af heimilum til að sýna fram á að vinnuframlag þeirra væri jafn mikilvægt og verðmætt og vinnuframlag karla. Við erum að halda upp á fjörutíu ára afmæli þessa viðburðar þetta árið. Er ekki frekar vandræðalegt að bjóða 8,5% kynbundnum launamun í veisluna? Unglingnum fannst þessi staðreynd jafn glötuð, óskiljanleg og óraunveruleg og tilhugsunin um líf án internets. Samkvæmt núverandi launaþróun verða kynin fyrst með jöfn laun þegar hún verður 35 ára. Það er fullkomlega glatað, algjörlega óskiljanlegt en því miður raunverulegt. Hún mun þó eiga arfinn sinn. Sem þýðir að hún mun að minnsta kosti snúa upp á sig, horfa á yfirmann sinn alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spyrja „af hverju?“ Vonandi mun hún síðan humma, svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm!
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun