HönnunarMars: Skissubækur og innblástur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2015 14:00 Hönnuðirnir Guðbjörg og Ýr eru meðal þeirra sem eru með sýningu á HönnunarMars. HönnunarMars hefst í sjöunda sinn þann 12. mars og er þemað í ár leikur. Um 400 hönnuðir og arkitektar taka þátt og eru um hundrað viðburðir á dagskrá ár hvert. Ýr og Guðbjörg eru á meðal þeirra hönnuða sem taka þátt í ár.Guðbjörg á vinnustofu sinni. Hún vinnur skartgripalínuna úr hreindýraklaufum og silfri.vísir/vilhelmHver: Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skartgripahönnuðurHvað: Tuttu – Skartgripir unnir úr hreindýraklaufum og silfri. Hvenær: Opnun 11. mars klukkan 18. Sýningin verður opnuð 12. mars klukkan 10.00 og verður opin til 15. mars. Hvar: Aurum, Bankastræti 4.„Ég gef hugmyndunum góðan tíma til þess að mótast í huganum og svo þegar ég sest við vinnuborðið þá er ég yfirleitt komin með skýra mynd af forminu og skartinu sem ég ætla að búa til,“ segir Guðbjörg um hönnunarferlið.vísir/vilhelm„Ég byrja á að safna að mér heimildum. Í þessu tiltekna ferli skoðaði ég allt sem ég fann um Grænland og þá sérstaklega gamlar bækur og ljósmyndir,“ segir Guðbjörg, sem sýnir skartgripalínuna Tuttu í Aurum. Skartgripirnir eru unnir úr klaufum grænlenskra hreindýra og er nafn línunnar dregið af þeim. Guðbjörg er hrifin af efniviðnum sem einhverjum gæti þótt óhefðbundinn en efniviðurinn hefur fram til þessa ekki verið mikið nýttur. „Klaufarnar vinn ég á svipaðan hátt og þegar ég er að vinna með málm, nota sömu verkfærin og tækin. Það tók samt tíma að átta sig á efninu og hvað væri hægt að gera,“ segir Guðbjörg en línan samanstendur af hálsmenum, hringum og armböndum. „Ég vinn grunnana að hlutunum á prjónavélina mína og afganginn handsauma ég sjálf, svo það fer mikill tími og handavinna í þetta,“ segir Ýr um buddurnar.vísir/pjeturHver: Ýr Jóhannsdóttir sem hannar undir nafninu Ýrúrarí, nemi í textílhönnun. Hvað: Sköpun / Genitalia, samsýning ásamt Öldu Lilju Geirsdóttur, Öldu Villiljósi, Önnu Rakel Róbertsdóttur Glad, Kristu Hall og Siggu Dögg. Hvenær: Opnunarpartí 13. mars klukkan 17.00. Sýningin opnuð 12. mars klukkan 12.00 og verður opin til 14. mars. Hvar: Víkin kaffihús„Fyrst fékk ég hugmynd að því að gera prjónaða punga, út frá því urðu píkubuddurnar til en það er líka smá orðaleikur þar sem píkur eru af einhverjum ástæðum stundum kallaðar buddur.“vísir/pjetur„Hugmyndirnar eru allar nokkuð einfaldar, en það tók tíma að útfæra þær, það þurfti þó nokkrar prótótýpur áður en ég náði hinni fullkomnu buddu,“ segir Ýr en hún mun sýna Kynfærabuddur á samsýningunni Sköpun. „Nafnið kemur einfaldlega út frá sköpum sem er líka táknrænt fyrir upphaf lífs og sköpunar,“ segir hún um nafn sýningarinnar, en hún setur kynfærin upp í hlýrri, praktískri og litríkri mynd. „Svo er ég einnig búin að hanna og prjóna frekar skemmtilegan og praktískan typpatrefil. Sú hugmynd eiginlega bara skaust upp í höfuðið á mér, en það er mjög praktískt að hafa svona punga, sem hægt er að nota sem vasa, með á treflinum sínum.“ HönnunarMars Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
HönnunarMars hefst í sjöunda sinn þann 12. mars og er þemað í ár leikur. Um 400 hönnuðir og arkitektar taka þátt og eru um hundrað viðburðir á dagskrá ár hvert. Ýr og Guðbjörg eru á meðal þeirra hönnuða sem taka þátt í ár.Guðbjörg á vinnustofu sinni. Hún vinnur skartgripalínuna úr hreindýraklaufum og silfri.vísir/vilhelmHver: Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skartgripahönnuðurHvað: Tuttu – Skartgripir unnir úr hreindýraklaufum og silfri. Hvenær: Opnun 11. mars klukkan 18. Sýningin verður opnuð 12. mars klukkan 10.00 og verður opin til 15. mars. Hvar: Aurum, Bankastræti 4.„Ég gef hugmyndunum góðan tíma til þess að mótast í huganum og svo þegar ég sest við vinnuborðið þá er ég yfirleitt komin með skýra mynd af forminu og skartinu sem ég ætla að búa til,“ segir Guðbjörg um hönnunarferlið.vísir/vilhelm„Ég byrja á að safna að mér heimildum. Í þessu tiltekna ferli skoðaði ég allt sem ég fann um Grænland og þá sérstaklega gamlar bækur og ljósmyndir,“ segir Guðbjörg, sem sýnir skartgripalínuna Tuttu í Aurum. Skartgripirnir eru unnir úr klaufum grænlenskra hreindýra og er nafn línunnar dregið af þeim. Guðbjörg er hrifin af efniviðnum sem einhverjum gæti þótt óhefðbundinn en efniviðurinn hefur fram til þessa ekki verið mikið nýttur. „Klaufarnar vinn ég á svipaðan hátt og þegar ég er að vinna með málm, nota sömu verkfærin og tækin. Það tók samt tíma að átta sig á efninu og hvað væri hægt að gera,“ segir Guðbjörg en línan samanstendur af hálsmenum, hringum og armböndum. „Ég vinn grunnana að hlutunum á prjónavélina mína og afganginn handsauma ég sjálf, svo það fer mikill tími og handavinna í þetta,“ segir Ýr um buddurnar.vísir/pjeturHver: Ýr Jóhannsdóttir sem hannar undir nafninu Ýrúrarí, nemi í textílhönnun. Hvað: Sköpun / Genitalia, samsýning ásamt Öldu Lilju Geirsdóttur, Öldu Villiljósi, Önnu Rakel Róbertsdóttur Glad, Kristu Hall og Siggu Dögg. Hvenær: Opnunarpartí 13. mars klukkan 17.00. Sýningin opnuð 12. mars klukkan 12.00 og verður opin til 14. mars. Hvar: Víkin kaffihús„Fyrst fékk ég hugmynd að því að gera prjónaða punga, út frá því urðu píkubuddurnar til en það er líka smá orðaleikur þar sem píkur eru af einhverjum ástæðum stundum kallaðar buddur.“vísir/pjetur„Hugmyndirnar eru allar nokkuð einfaldar, en það tók tíma að útfæra þær, það þurfti þó nokkrar prótótýpur áður en ég náði hinni fullkomnu buddu,“ segir Ýr en hún mun sýna Kynfærabuddur á samsýningunni Sköpun. „Nafnið kemur einfaldlega út frá sköpum sem er líka táknrænt fyrir upphaf lífs og sköpunar,“ segir hún um nafn sýningarinnar, en hún setur kynfærin upp í hlýrri, praktískri og litríkri mynd. „Svo er ég einnig búin að hanna og prjóna frekar skemmtilegan og praktískan typpatrefil. Sú hugmynd eiginlega bara skaust upp í höfuðið á mér, en það er mjög praktískt að hafa svona punga, sem hægt er að nota sem vasa, með á treflinum sínum.“
HönnunarMars Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira