Bakdyrnar í Meistaradeildina opnar upp á gátt fyrir Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 06:00 Liverpool getur komist í Meistaradeildina. Fréttablaðið/getty Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira