Fara úr bænum til að taka upp næstu plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 09:00 Hljómsveitin Pollapönk er stödd í sveitinni þar sem hún hljóðritar sína þriðju breiðskífu. Mynd/Arnar græni polli Guðjónsson „Við erum að taka upp splunkunýtt efni og skelltum okkur út á land til þess að reyna að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks. Sveitin er stödd í húsnæði skammt frá Húsafelli þar sem hún tekur upp sína þriðju breiðskífu. „Platan kemur út í tveimur útgáfum, önnur á íslensku og hin á ensku og við hlökkum til að leyfa fólki að heyra nýja efnið,“ segir Arnar Þór spurður út í nýja efnið. Pollarnir hafa áður tekið upp tónlist á sama stað og kunna vel við sig í sveitinni. „Það er frábært að vera hérna á Kolstöðum hjá Helga Lúmex snillingi. Ég er samt ansi hræddur um að við verðum veðurtepptir hérna, en þá tökum við bara upp enn fleiri lög,“ segir Arnar Þór og hlær. Pollarnir hafa nú þegar tekið upp fimmtán til sextán grunna að lögum en þeir þurfa svo að velja úr bestu lögin sem fara á plötuna. Arnar Guðjónsson, oftast kenndur við hljómsveitina Leaves, er með Pollunum í hljóðverinu og stýrir upptökum. „Hann er kominn með Pollapönksgalla og er græni polli,“ bætir Arnar Þór við. „Við stefnum á að gefa út plötuna í vor en negld dagsetning liggur ekki fyrir.“ Arnar Þór segir að vonandi verði nokkra sumarslagara að finna á plötunni og að sveitin geti varla beðið eftir því að flytja nýja efnið á tónleikum. Eurovision Tónlist Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við erum að taka upp splunkunýtt efni og skelltum okkur út á land til þess að reyna að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks. Sveitin er stödd í húsnæði skammt frá Húsafelli þar sem hún tekur upp sína þriðju breiðskífu. „Platan kemur út í tveimur útgáfum, önnur á íslensku og hin á ensku og við hlökkum til að leyfa fólki að heyra nýja efnið,“ segir Arnar Þór spurður út í nýja efnið. Pollarnir hafa áður tekið upp tónlist á sama stað og kunna vel við sig í sveitinni. „Það er frábært að vera hérna á Kolstöðum hjá Helga Lúmex snillingi. Ég er samt ansi hræddur um að við verðum veðurtepptir hérna, en þá tökum við bara upp enn fleiri lög,“ segir Arnar Þór og hlær. Pollarnir hafa nú þegar tekið upp fimmtán til sextán grunna að lögum en þeir þurfa svo að velja úr bestu lögin sem fara á plötuna. Arnar Guðjónsson, oftast kenndur við hljómsveitina Leaves, er með Pollunum í hljóðverinu og stýrir upptökum. „Hann er kominn með Pollapönksgalla og er græni polli,“ bætir Arnar Þór við. „Við stefnum á að gefa út plötuna í vor en negld dagsetning liggur ekki fyrir.“ Arnar Þór segir að vonandi verði nokkra sumarslagara að finna á plötunni og að sveitin geti varla beðið eftir því að flytja nýja efnið á tónleikum.
Eurovision Tónlist Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira