Vampírubörn úti um allt hús Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 12:00 Freyja, Fía, Þórdís og Tristan tóku forskot á sæluna og hjálpuðu Kristínu að undirbúa Drakúlasmiðjuna. vísir/valli Í dag er heimsdagur barna haldinn í ellefta skipti á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Á heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum. Ein af þeim smiðjum sem verða í boði er Drakúlasmiðja í Gerðubergi undir stjórn Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur. „Smiðjan gengur út á að börnin gera búninga úr efnum sem auðvelt er að finna til heima. Við notum svarta plastpoka, kreppappír og gjafaborða til að búa til skikkjuna. Svo gera þau vígtennur úr pappír og að lokum leðurblöku sem þau setja á grillpinna. Þau gera þetta alveg sjálf. Ég afhendi þeim bara efnið og leiðbeini.“ Kristín var síðast með Drakúlasmiðju fyrir fjórum árum og var hún mjög vinsæl. „Það var handagangur í öskjunni, ansi líflegt og fjörugt. Það voru litlar vampírur á sveimi um alla ganga enda gerðum við 150 til 200 búninga á þremur tímum.“ Kristín segist sjálf vera norn og hafa mikinn áhuga á því sem er dökkt, dularfullt og ógnvekjandi. Hún segir mörg börn deila áhuga hennar. „Þau dýrka þetta. Þegar maður er að mála þau í framan og setja blóð verða þau svaka spennt. Þegar ég var að mála þau fyrir myndatökuna núna bað eitt barnið um bitför á hálsinn,“ segir hún hlæjandi. Í ár verður sú breyting á heimsdegi barna að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Hægt er að sjá dagskrána á vef Borgarbókasafnsins. Vetrarhátíð Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Í dag er heimsdagur barna haldinn í ellefta skipti á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Á heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum. Ein af þeim smiðjum sem verða í boði er Drakúlasmiðja í Gerðubergi undir stjórn Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur. „Smiðjan gengur út á að börnin gera búninga úr efnum sem auðvelt er að finna til heima. Við notum svarta plastpoka, kreppappír og gjafaborða til að búa til skikkjuna. Svo gera þau vígtennur úr pappír og að lokum leðurblöku sem þau setja á grillpinna. Þau gera þetta alveg sjálf. Ég afhendi þeim bara efnið og leiðbeini.“ Kristín var síðast með Drakúlasmiðju fyrir fjórum árum og var hún mjög vinsæl. „Það var handagangur í öskjunni, ansi líflegt og fjörugt. Það voru litlar vampírur á sveimi um alla ganga enda gerðum við 150 til 200 búninga á þremur tímum.“ Kristín segist sjálf vera norn og hafa mikinn áhuga á því sem er dökkt, dularfullt og ógnvekjandi. Hún segir mörg börn deila áhuga hennar. „Þau dýrka þetta. Þegar maður er að mála þau í framan og setja blóð verða þau svaka spennt. Þegar ég var að mála þau fyrir myndatökuna núna bað eitt barnið um bitför á hálsinn,“ segir hún hlæjandi. Í ár verður sú breyting á heimsdegi barna að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Hægt er að sjá dagskrána á vef Borgarbókasafnsins.
Vetrarhátíð Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira