Gullið var ekki til sölu á HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 2. febrúar 2015 07:00 Frakkarnir Thierry Omeyer, Nikola og Luka Karabatic og Cedric Sorhaind fagna í gær. Vísir/Getty Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35
Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45
Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14
Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19