„Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. janúar 2015 08:00 Jóhann Jóhannsson flytur þakkarræðu á Golden Globe. Vísir/Getty „Þetta er alveg frábær heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ sagði Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og Golden Globe-verðlaunahafi í gær. Fréttablaðið náði af honum tali þegar ljóst var að hann væri meðal tilnefndra til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma órað fyrir því að hann ætti eftir að fá þessar viðurkenningar neitar hann því. „Nei, ég hef svo sem ekki hugsað mikið um þetta eða pælt í þessu ferli öllu saman. Ég átti í rauninni alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir Jóhann hógvær.Síðastliðinn sunnudag, 11. janúar, varð Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Þetta var rosaleg athöfn og ég hitti mikið af spennandi og skemmtilegu fólki þarna, bæði í athöfninni sjálfri og eftir hana. Þetta var bara alveg æðislegt og mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann. Hann segir tilfinninguna að heyra nafnið sitt og fara upp á svið hafa verið óraunverulega. „Þetta kom mér rosalega á óvart og var mjög óraunveruleg tilfinning. Það var hálfgerð skelfing að þurfa að labba þarna upp og halda ræðu fyrir fullum sal af kvikmyndastjörnum,“ segir hann. Ræðuna hafði hann ekki skipulagt en reiknar með að setja eitthvað niður fyrir Óskarsverðlaunin. En hvar skyldi Jóhann ætla að geyma gyllta hnöttinn? „Ja, ég er nú ekki búinn að finna stað enn þá, ég verð að sjá hvar þetta passar í stofuna, nú eða stúdíóið.“ Fram undan, fyrir utan Óskarsverðlaunin hinn 22. febrúar, eru bresku BAFTA-verðlaunin 8. febrúar en þar er Jóhann einnig tilnefndur. Þessa dagana vinnur hann að tónlist fyrir kvikmyndina Sicario eftir Denis Villenevue, en þeir unnu einnig saman að myndinni Prisoners. „Ég er á kafi að klára þá tónlist og reikna með að við förum í upptökur í byrjun næsta mánaðar.“ Golden Globes Tengdar fréttir Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
„Þetta er alveg frábær heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ sagði Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og Golden Globe-verðlaunahafi í gær. Fréttablaðið náði af honum tali þegar ljóst var að hann væri meðal tilnefndra til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma órað fyrir því að hann ætti eftir að fá þessar viðurkenningar neitar hann því. „Nei, ég hef svo sem ekki hugsað mikið um þetta eða pælt í þessu ferli öllu saman. Ég átti í rauninni alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir Jóhann hógvær.Síðastliðinn sunnudag, 11. janúar, varð Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Þetta var rosaleg athöfn og ég hitti mikið af spennandi og skemmtilegu fólki þarna, bæði í athöfninni sjálfri og eftir hana. Þetta var bara alveg æðislegt og mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann. Hann segir tilfinninguna að heyra nafnið sitt og fara upp á svið hafa verið óraunverulega. „Þetta kom mér rosalega á óvart og var mjög óraunveruleg tilfinning. Það var hálfgerð skelfing að þurfa að labba þarna upp og halda ræðu fyrir fullum sal af kvikmyndastjörnum,“ segir hann. Ræðuna hafði hann ekki skipulagt en reiknar með að setja eitthvað niður fyrir Óskarsverðlaunin. En hvar skyldi Jóhann ætla að geyma gyllta hnöttinn? „Ja, ég er nú ekki búinn að finna stað enn þá, ég verð að sjá hvar þetta passar í stofuna, nú eða stúdíóið.“ Fram undan, fyrir utan Óskarsverðlaunin hinn 22. febrúar, eru bresku BAFTA-verðlaunin 8. febrúar en þar er Jóhann einnig tilnefndur. Þessa dagana vinnur hann að tónlist fyrir kvikmyndina Sicario eftir Denis Villenevue, en þeir unnu einnig saman að myndinni Prisoners. „Ég er á kafi að klára þá tónlist og reikna með að við förum í upptökur í byrjun næsta mánaðar.“
Golden Globes Tengdar fréttir Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30
Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59
Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30
Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15