Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 11:00 Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar Hrútar, gerir ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í lok ágúst. vísir/ernir „Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar. Eddan Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar.
Eddan Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira