Hættulegt að setja óreynda menn inn í mikilvæga leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck horfa björtum augum til ársins með íslenska landsliðinu. vísir/Ernir Sex nýliðar voru valdir í landslið Íslands sem mætir Kanada í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í Flórída dagana 16. og 19. janúar. Þar að auki eru sjö leikmenn sem eiga einn landsleik að baki en í 23 manna landsliðshópi Íslands eiga aðeins þrír leikmenn meira en 20 leiki að baki. Það skýrist af því að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því verða viðkomandi félagslið að leggja blessun sína yfir að leikmennirnir gefi kost á sér í verkefnið. Átta erlend félög neituðu að gefa frá sér leikmenn í verkefnið – þeirra á meðal Vålarenga (Viðar Örn Kjartansson), Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og Álasund (Aron Elís Þrándarson). Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði að leikir sem þessir væru þó afar dýrmætir, ekki síst fyrir leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni á Íslandi þar sem það verður sífellt erfiðara að komast í landsliðið, ekki síst þar sem Ísland á nærri 100 atvinnumenn í knattspyrnu víða í Evrópu.Kynnast persónunum Lars Lagerbäck tók undir þetta og bætti við að þar sem Ísland eigi afar mikilvæga leiki fram undan á árinu sé nauðsynlegt að fá vináttulandsleiki sem má nota fyrir nýja leikmenn og tilraunastarfsemi. „Það er beinlínis hættulegt að setja óreynda leikmenn beint inn í mikilvæga leiki,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Vináttulandsleikir skipta því gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina því þar fá óreyndir landsliðsmenn, ungir sem og þeir eldri, tækifæri til að þróa sinn leik og kynnast landsliðsumhverfinu, þjálfurunum og okkar áherslum.“ Hann segir að þetta sé tækifæri fyrir þjálfarana til að kynnast nýjum leikmönnum og Lagerbäck er spenntur fyrir því. „Þarna fær maður tækifæri að sjá hvort þetta séu sterkar persónur, hvort maður þurfi að ýta við þeim eða segja þeim að reyna ekki of mikið. Ég hlakka til að kynnast þessum ungu leikmönnum, sérstaklega þeim sem stóðu sig svo vel með U-21 landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta tekið þetta skref upp á við með A-landsliðinu.“Kannski get ég setið upp í stúku Lagerbäck segist afar spenntur fyrir því að hefja nýtt starfsár með landsliðinu en það gæti mögulega orðið hans síðasta með íslenska landsliðinu, komist það ekki áfram í lokakeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann segir að hann muni standa við þá ákvörðun að stíga til hliðar þegar samningur hans rennur út. „Ég verð að gera mér grein fyrir því hversu gamall ég er,“ segir hann og hlær. „Heimir er þar að auki með áframhaldandi samning og mun taka einn við liðinu fyrir næstu undankeppni. En ég útiloka ekkert – kannski get ég setið uppi í stúku og haft skoðun á því sem Heimir er að gera.“ Hann segist ekki hafa hugleitt hvað taki við hjá sér eftir að verkefni hans með íslenska landsliðinu lýkur.Átti yndislegt ár „Hvort ég verð áfram tengdur liðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugleitt það. En vonandi gefst mér vit til að átta mig á því að líklega ætti ég bara að setjast í helgan stein,“ segir Lagerbäck og segir að hann hafi verið afar ánægður með nýliðið ár – sem og öll þrjú árin sem hann hafi starfað hjá KSÍ. „Ég naut hverrar mínútu. Þetta var yndislegt ár. Ég hef notið þess að starfa með leikmönnum, starfsmönnum KSÍ og fjölmiðlamönnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en það er alveg ljóst að ég verð áfram mikill aðdáandi íslensks fótbolta um ókomin ár.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Sex nýliðar voru valdir í landslið Íslands sem mætir Kanada í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í Flórída dagana 16. og 19. janúar. Þar að auki eru sjö leikmenn sem eiga einn landsleik að baki en í 23 manna landsliðshópi Íslands eiga aðeins þrír leikmenn meira en 20 leiki að baki. Það skýrist af því að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því verða viðkomandi félagslið að leggja blessun sína yfir að leikmennirnir gefi kost á sér í verkefnið. Átta erlend félög neituðu að gefa frá sér leikmenn í verkefnið – þeirra á meðal Vålarenga (Viðar Örn Kjartansson), Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og Álasund (Aron Elís Þrándarson). Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði að leikir sem þessir væru þó afar dýrmætir, ekki síst fyrir leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni á Íslandi þar sem það verður sífellt erfiðara að komast í landsliðið, ekki síst þar sem Ísland á nærri 100 atvinnumenn í knattspyrnu víða í Evrópu.Kynnast persónunum Lars Lagerbäck tók undir þetta og bætti við að þar sem Ísland eigi afar mikilvæga leiki fram undan á árinu sé nauðsynlegt að fá vináttulandsleiki sem má nota fyrir nýja leikmenn og tilraunastarfsemi. „Það er beinlínis hættulegt að setja óreynda leikmenn beint inn í mikilvæga leiki,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Vináttulandsleikir skipta því gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina því þar fá óreyndir landsliðsmenn, ungir sem og þeir eldri, tækifæri til að þróa sinn leik og kynnast landsliðsumhverfinu, þjálfurunum og okkar áherslum.“ Hann segir að þetta sé tækifæri fyrir þjálfarana til að kynnast nýjum leikmönnum og Lagerbäck er spenntur fyrir því. „Þarna fær maður tækifæri að sjá hvort þetta séu sterkar persónur, hvort maður þurfi að ýta við þeim eða segja þeim að reyna ekki of mikið. Ég hlakka til að kynnast þessum ungu leikmönnum, sérstaklega þeim sem stóðu sig svo vel með U-21 landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta tekið þetta skref upp á við með A-landsliðinu.“Kannski get ég setið upp í stúku Lagerbäck segist afar spenntur fyrir því að hefja nýtt starfsár með landsliðinu en það gæti mögulega orðið hans síðasta með íslenska landsliðinu, komist það ekki áfram í lokakeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann segir að hann muni standa við þá ákvörðun að stíga til hliðar þegar samningur hans rennur út. „Ég verð að gera mér grein fyrir því hversu gamall ég er,“ segir hann og hlær. „Heimir er þar að auki með áframhaldandi samning og mun taka einn við liðinu fyrir næstu undankeppni. En ég útiloka ekkert – kannski get ég setið uppi í stúku og haft skoðun á því sem Heimir er að gera.“ Hann segist ekki hafa hugleitt hvað taki við hjá sér eftir að verkefni hans með íslenska landsliðinu lýkur.Átti yndislegt ár „Hvort ég verð áfram tengdur liðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugleitt það. En vonandi gefst mér vit til að átta mig á því að líklega ætti ég bara að setjast í helgan stein,“ segir Lagerbäck og segir að hann hafi verið afar ánægður með nýliðið ár – sem og öll þrjú árin sem hann hafi starfað hjá KSÍ. „Ég naut hverrar mínútu. Þetta var yndislegt ár. Ég hef notið þess að starfa með leikmönnum, starfsmönnum KSÍ og fjölmiðlamönnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en það er alveg ljóst að ég verð áfram mikill aðdáandi íslensks fótbolta um ókomin ár.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25