Frægir popparar nýliðar í Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2015 12:00 Hópurinn hittist á blaðamannafundi fyrir Eurovision þar sem lögin í Söngvakeppninni 2015 voru kynnt. Vísir/Ernir Á meðal helstu flytjenda í undankeppni Eurovision hafa átta af tólf ekki tekið þátt áður. Þá eru söngkonur Hinemoa, þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir, einnig hálfgerðir nýliðar þar sem þær tóku þátt í fyrsta sinn í fyrra. Tólf lög komust inn í ár en aðeins tíu komust inn í fyrra. Nöfn þeirra höfunda og flytjenda sem keppa til sigurs í undankeppni Eurovision voru kynnt í gær. Fjöldi nýliða tekur þátt og þá er umfang keppninnar stærra. Alls bárust 258 lög í keppnina og yngsti höfundurinn er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói, laugardagana 31. janúar og 7. febrúar, þar sem sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí.Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Hafrún Kolbeinsdóttir, Unnur Birna Björnsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson)Fjórir frægir nýliðar í Eurovision 2015Björn Jörundur Friðbjörnsson tekur þátt í fyrsta sinn í ár, þrátt fyrir að hafa verið í tónlist í tæp þrjátíu ár. „Við félagarnir hittumst einn laugardaginn og okkur leiddist þannig að við sömdum lag með Eurovision í huga. Þetta gekk svo vel að við kláruðum lagið á einum degi og ákváðum að senda það inn. Það hefur annars aldrei hvarflað að mér að taka þátt í þessari keppni, ég hef aldrei fylgst með henni og ætlaði því aldrei að taka þátt. Ég er óspjallaður sveinn í þessum efnum.“Friðrik DórFriðrik Dór Jónsson er einnig að stíga sín fyrstu skref í Eurovision. „Þetta er spennandi, það er fullt af flottum höfundum og flytjendum þarna og ég hlakka til að sjá og heyra hin lögin,“ segir Friðrik Dór. Hann segir að hann og félagar hans í StopWaitGo hafi farið alla leið í Euro-pakkanum svokallaða. „Ég myndi segja að þetta væri mjög góð Eurovision-ballaða, við fórum bara alla leið í Euro-pakkanum. Ég hafði alveg trú á þessu lagi, við höfum unnið mikið saman og erum þarna að prófa eitthvað nýtt, þetta er öðru vísi.“Bjarni Lárus HallBjarni Lárus Hall eða Baddi í Jeff Who? eins og hann er oft kallaður er klár í slaginn. „Ég sendi inn lag, eldgamalt lag sem ég og Axel Flex Árnason byrjuðum á árið 2009 og kláruðum fyrir svona þremur eða fjórum mánuðum.“ Baddi segist kunna vel við stemninguna sem myndist í kringum keppnina. „Ég er ekki mikill aðdáandi en horfði alltaf á þetta, ég er meira fyrir stemninguna sem myndast í kringum þetta. Annars hlusta ég ekkert mikið á lögin, nema ég er mikill aðdáandi hollensku laganna verð ég að viðurkenna.“ Baddi er ekki mikið byrjaður að spá í hvaða fötum hann ætlar að klæðast í keppninni en vill þó athuga möguleika á því að fá eina þekktustu flík Íslandssögunnar lánaða. „Ég væri til í að fá lánað pilsið sem Einar Ágúst var í á sínum tíma, mér fannst það alltaf mjög flott.“Haukur Heiðar HaukssonRokkarinn og læknirinn Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu er fullur tilhlökkunar. „Það er góður fílingur yfir þessu, þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt. Þegar Kalli hringdi í mig og spurði hvort ég vildi syngja lagið, sagðist ég eiginlega ekki geta það út af öðrum verkefnum, en svo fannst mér lagið bara svo skemmtilegt að ég sló til.“ Hann er ekki ákveðinn í hverju hann ætlar að klæðast en ætlar þó ekki að vera í læknaslopp eins og dagsdaglega. Af þessum þekktu nöfnum sem taka þátt, er einhver sem þú hræðist sérstaklega? „Ég hef alltaf óttast Friðrik Dór, þessi fallegu brúnu augu geta brætt alla, konur og karla.“ Aðrir keppendur í ár eru: Regína Ósk, Stefanía Svavarsdóttir, Sunday, Cadem, Hinemoa, Elín Sif Halldórsdóttir, María Ólafsdóttir og Erna Hrönn Ólafsdóttir. Eurovision Tengdar fréttir Þau taka þátt í Eurovision Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. 8. janúar 2015 14:15 Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Á meðal helstu flytjenda í undankeppni Eurovision hafa átta af tólf ekki tekið þátt áður. Þá eru söngkonur Hinemoa, þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir, einnig hálfgerðir nýliðar þar sem þær tóku þátt í fyrsta sinn í fyrra. Tólf lög komust inn í ár en aðeins tíu komust inn í fyrra. Nöfn þeirra höfunda og flytjenda sem keppa til sigurs í undankeppni Eurovision voru kynnt í gær. Fjöldi nýliða tekur þátt og þá er umfang keppninnar stærra. Alls bárust 258 lög í keppnina og yngsti höfundurinn er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói, laugardagana 31. janúar og 7. febrúar, þar sem sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí.Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Hafrún Kolbeinsdóttir, Unnur Birna Björnsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson)Fjórir frægir nýliðar í Eurovision 2015Björn Jörundur Friðbjörnsson tekur þátt í fyrsta sinn í ár, þrátt fyrir að hafa verið í tónlist í tæp þrjátíu ár. „Við félagarnir hittumst einn laugardaginn og okkur leiddist þannig að við sömdum lag með Eurovision í huga. Þetta gekk svo vel að við kláruðum lagið á einum degi og ákváðum að senda það inn. Það hefur annars aldrei hvarflað að mér að taka þátt í þessari keppni, ég hef aldrei fylgst með henni og ætlaði því aldrei að taka þátt. Ég er óspjallaður sveinn í þessum efnum.“Friðrik DórFriðrik Dór Jónsson er einnig að stíga sín fyrstu skref í Eurovision. „Þetta er spennandi, það er fullt af flottum höfundum og flytjendum þarna og ég hlakka til að sjá og heyra hin lögin,“ segir Friðrik Dór. Hann segir að hann og félagar hans í StopWaitGo hafi farið alla leið í Euro-pakkanum svokallaða. „Ég myndi segja að þetta væri mjög góð Eurovision-ballaða, við fórum bara alla leið í Euro-pakkanum. Ég hafði alveg trú á þessu lagi, við höfum unnið mikið saman og erum þarna að prófa eitthvað nýtt, þetta er öðru vísi.“Bjarni Lárus HallBjarni Lárus Hall eða Baddi í Jeff Who? eins og hann er oft kallaður er klár í slaginn. „Ég sendi inn lag, eldgamalt lag sem ég og Axel Flex Árnason byrjuðum á árið 2009 og kláruðum fyrir svona þremur eða fjórum mánuðum.“ Baddi segist kunna vel við stemninguna sem myndist í kringum keppnina. „Ég er ekki mikill aðdáandi en horfði alltaf á þetta, ég er meira fyrir stemninguna sem myndast í kringum þetta. Annars hlusta ég ekkert mikið á lögin, nema ég er mikill aðdáandi hollensku laganna verð ég að viðurkenna.“ Baddi er ekki mikið byrjaður að spá í hvaða fötum hann ætlar að klæðast í keppninni en vill þó athuga möguleika á því að fá eina þekktustu flík Íslandssögunnar lánaða. „Ég væri til í að fá lánað pilsið sem Einar Ágúst var í á sínum tíma, mér fannst það alltaf mjög flott.“Haukur Heiðar HaukssonRokkarinn og læknirinn Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu er fullur tilhlökkunar. „Það er góður fílingur yfir þessu, þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt. Þegar Kalli hringdi í mig og spurði hvort ég vildi syngja lagið, sagðist ég eiginlega ekki geta það út af öðrum verkefnum, en svo fannst mér lagið bara svo skemmtilegt að ég sló til.“ Hann er ekki ákveðinn í hverju hann ætlar að klæðast en ætlar þó ekki að vera í læknaslopp eins og dagsdaglega. Af þessum þekktu nöfnum sem taka þátt, er einhver sem þú hræðist sérstaklega? „Ég hef alltaf óttast Friðrik Dór, þessi fallegu brúnu augu geta brætt alla, konur og karla.“ Aðrir keppendur í ár eru: Regína Ósk, Stefanía Svavarsdóttir, Sunday, Cadem, Hinemoa, Elín Sif Halldórsdóttir, María Ólafsdóttir og Erna Hrönn Ólafsdóttir.
Eurovision Tengdar fréttir Þau taka þátt í Eurovision Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. 8. janúar 2015 14:15 Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Þau taka þátt í Eurovision Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. 8. janúar 2015 14:15