Kröfur eða kjaftæði | Elísabet heldur fyrirlestur um þjálfun fótboltakvenna fyrir KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 10:45 Elísabet Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn 2008. Vísir/Stefán Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna. KSÍ heldur þetta námskeið 8. til 9. janúar næstkomandi og kynnir það á heimasíðu sinni. Námskeiðið gefur fimm endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en fjögur ef einungis er mætt á laugardeginum. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu meðal annars leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum. Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur heitir Kröfur eða kjaftæði og fer fram milli tvö og fjögur á laugardeginum. Elísabet gerði Valskonur fjórum sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún fór út til Svíþjóðar og tók við úrvalsdeildarliðinu Kristianstads DFF sem hún hefur þjálfað frá árinu 2009. Námskeiðsgestir fá einnig að fylgjast með því á föstudagskvöldinu þegar Kristján Ómar Björnsson framkvæmir mælingar á leikmönnum í sautján ára landsliði kvenna. Námskeiðsgjald er fimm þúsund krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. KSÍ kvetur þjálfara í ellefu manna bolta kvenna sérstaklega til að mæta á námskeiðið.Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þrír og þeir eru: - Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum. - Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna. - Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.Dagskráin Föstudagur 8. janúar, Kórinn 20:00-21:00 Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 10:00-11:00 Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson 11:10-11:40 Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin 11:40-12:40 Matarhlé 12:40-14:00 Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna. KSÍ heldur þetta námskeið 8. til 9. janúar næstkomandi og kynnir það á heimasíðu sinni. Námskeiðið gefur fimm endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en fjögur ef einungis er mætt á laugardeginum. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu meðal annars leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum. Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur heitir Kröfur eða kjaftæði og fer fram milli tvö og fjögur á laugardeginum. Elísabet gerði Valskonur fjórum sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún fór út til Svíþjóðar og tók við úrvalsdeildarliðinu Kristianstads DFF sem hún hefur þjálfað frá árinu 2009. Námskeiðsgestir fá einnig að fylgjast með því á föstudagskvöldinu þegar Kristján Ómar Björnsson framkvæmir mælingar á leikmönnum í sautján ára landsliði kvenna. Námskeiðsgjald er fimm þúsund krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. KSÍ kvetur þjálfara í ellefu manna bolta kvenna sérstaklega til að mæta á námskeiðið.Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þrír og þeir eru: - Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum. - Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna. - Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.Dagskráin Föstudagur 8. janúar, Kórinn 20:00-21:00 Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 10:00-11:00 Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson 11:10-11:40 Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin 11:40-12:40 Matarhlé 12:40-14:00 Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira